24231809 2021243828132964 5020935853950465692 N

Beint af kúnni – hátíðarsýning í Ekkisens

Í sýningarýminu Ekisens stendur nú yfir árleg hátíðarsýning þar sem stór fjöldi listamanna er með verk til sýnis og sölu. Sýningin stendur uppi til 23. desember og er opin á virkum dögum frá kl. 16:00 – 21:00, um helgar frá kl. 14:00 – 21:00 og frá kl. 14:00 – 18:00 á Þorláksmessu. Þetta er kjörið tækifæri fyrir listunnendur til að kaupa verk “beint af kúnni”, þar sem allur ágóði sölunnar rennur í vasa listamannsins. 

Þeir sem sýna þetta árið eru:
Freyja Eilíf, Egill Logi Jónasson, Auður Lóa Guðnadóttir, Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Fritz Hendrik VI, Viktor Pétur Hannesson, Starkaður Sigurðarson, Ólöf Kristín Helgadóttir, Karen Björg Jóhannsdóttir, Solveig Pálsdóttir, Elísabet Birta Sveinsdóttir, Guðrún Tara Sveinsdóttir, Ragnhildur Weisshappel, Margrét Weisshappel, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardótti, Ólöf Rún Benediktsdóttir, Snorri Ásmundsson, Snædís Malmquist, Helga Skúladóttir Thoroddsen, Jón Arnar Kristjánsson, auk þess sem sífellt fleiri bætast við.

Verið velkomin! 

Plakötin unnu Ragnhildur Weisshappel og Margrét Weisshappel og með fylgir mynd af verkinu “Lífefnafræðileg syrpa I” eftir Hjálmar Guðmundsson sem er að finna á sýningunni.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com