Bára Blöndal Kynningarmynd

Bára Blöndal og demanturinn Myndasögusýning Kristjáns Jóns Guðnasonar

Bára Blöndal og demanturinn

Myndasögusýning Kristjáns Jóns Guðnasonar

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
1. september – 28. nóvember 2017

Kristján Jón Guðnason er fæddur 6. mars 1943 í Reykjavík. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann 1961-1964 og við Statens håndverks- og kunstindustriskole í Osló 1965-1967.

Hann byrjaði fyrst að gera myndasögur upp úr 1980 og gaf út sína fyrstu sögu, Óhugnanleg pláneta, árið 1992. Síðan þá hefur hann gefið úr myndasögur, ljóðabækur og myndskreytta ferðasögu. Meðal myndasagna Kristjáns Jóns eru Edensgarðurinn (2006), Vorblús (2009), Átök á Júpíter (2010) og Lífsþorsti (2014), sem Froskur útgáfa gaf út. Jafnframt þessu er Kristján Jón starfandi myndlistamaður og verk hans má finna í Artóteki Borgarbókasafnsins.

Myndasögur Kristjáns Jóns eru svarthvítar og einkennast af skýrum útlínum og einföldum en sterkum dráttum. Myndmálið er hreint og þótt sumar sögurnar séu ævintýralegar er hversdagsleikinn ekki síður viðfangsefnið.

Á sýningunni eru myndir úr nýjustu myndasögu Kristjáns Jóns, Bára Blöndal og demanturinn og um hana segir höfundur:

Bára Blöndal er höfuðpersóna þessarar sögu og margra annarra. Hún er ekki ofurhetja heldur venjuleg kona sem mistekst margt af því sem hún er að gera. Hún er mannleg.

Sýningarrýmið í myndasögudeild Borgarbókasafnsins í Grófinni er óhefðbundið og markmið sýninga þar er að vekja athygli á íslenskum myndasöguhöfundum og verkum þeirra. Að auki er hið hefðbundna bókasafnsrými myndasögudeildarinnar gert meira lifandi með því að hafa þar reglulegar myndasögusýningar.

Nánari upplýsingar veitir:

Droplaug Benediktsdóttir, verkefnastjóri miðlunar og sýningarhalds
Netfang: droplaug.benediktsdottir@reykjavik.is
Sími 411 6124

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com