Bvaldavin3

Baldvin Einarsson og Valgerður Sigurðardóttir sýna í Harbinger

Á laugardaginn næstkomandi, 20. janúar kl.18, opnar sýning Baldvins Einarssonar og Valgerðar Sigurðardóttur í Harbinger, Freyjugötu 1. Sýningin stendur til 10.febrúar.

Sýning þeirra er hluti af sýningaröðinni 2 become 1 þar sem tveir listamenn, sem jafnframt eru par, eru fengnir til þess að vinna sem einn. Titill sýningarinnar er ‘Góðan dag og nótt’ og yfirheiti er #bvaladvin, samsetning úr nöfnum þeirra beggja sem vitnar í fyrirkomulag sem haft er á í brúðarveislum nú til dags.

Harbinger er opið þriðjudaga til föstudaga frá 12-17 og laugardaga frá 14-17 á meðan á sýningum stendur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com