Lhi

Baklandi Listaháskóla Íslands – aðilaöflun

Bakland LHÍ tók yfir starfsemi Félags um Listaháskóla árið 2016 og skipar félagið þrjá af fimm stjórnarmönnum LHÍ.

Baklandið gerir nú átak í aðilaöflun að félaginu. Það skiptir gríðarlegu máli að fá að félaginu góðan hóp af þeim fyrirækjum sem starfa í hinum skapandi greinum sem skilja að stofnun á borð við LHÍ þarfnast samtals við fagumhverfið og sem vilja styðja skólann til góðra verka.

Listaháskólinn er eina háskólastofnun landsins sem helgar sig listum og hönnun. Fagleg staða skólans er sterk og rekstur til fyrirmyndar þrátt fyrir að rekstrarumhverfið sé erfitt. Húsnæðismál skólans eru því miður enn í ólestri.

Við sjáum einnig fyrir okkur að Baklandið geti með tímanum orðið sjálfstæður vettvangur þverfaglegrar samvinnu og hugmynda – rödd sem greiði götu skapandi greina hér á landi.

Þeir sem gerast formlega aðilar að Baklandinu veturinn 2018/2019 verða auðkenndir sem stofnaðilar Baklands Listaháskóla Íslands. Árgjaldi verður stillt í hóf og það ekki hækkað fyrstu þrjú árin:

    null
  • Einyrkjar og sjálfstætt starfandi listamenn og hönnuðir – 3.000 kr.
  • Stofnanir, fyrirtæki og hópar með 10 starfsmenn (heildarfjöldi) eða færri og hagsmunafélög/-samtök með færri en 50 félagsmenn – 20.000 kr.
  • Stofnanir, fyrirtæki og hópar með fleiri en 10 starfsmenn (heildarfjöldi) og hagsmunafélög/-samtök með fleiri en 50 félagsmenn – 40.000 kr.

Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á baklandsstjorn@lhi.is fyrir 15.febrúar þar sem stærð fyrirtækisins, sbr. hér að ofan og tengiliður (þarf að vera stjórnandi, eigandi eða stjórnarmaður) eru tilgreindir.

Sjá einnig nánar á:

https://www.lhi.is/bakland-listahaskola-islands-0

Virðingarfyllst,

Stjórn Baklands LHÍ;

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com