29104121 1632766426810260 5028580132864917504 O

Bæklingar – Opnunarpartí OPEN

Föstudaginn 16. mars kl. 20:00 – 22:00
Gulur lottóstandur fannst í annarlegu ástandi fyrir utan Kolaportið og var honum troðið inn í lítinn Suzuki jeppling. Nú hefur þessi standur fengið allsherjar yfirhalningu og nýtt hlutverk í lífinu. Lottóstandurinn er núna bæklingastandur og mun bráðum bera 20 nýja bæklinga eftir jafn marga listamenn.

Sýningin Bæklingar er samsýning 20 listamanna, íslenskra og erlendra. Listamennirnir fengu það verkefni að hanna bækling í hefðbundnu broti, A4-blað tvíbrotið, svokallað túristabrot. Sýningin er jafnframt sú fyrsta í nýja sýningarrýminu Open í gömlu skúrunum á Granda.

Á sýningunni býðst gestum að fletta bæklingunum og virða fyrir sér lottóstandinn.

Listamenn:
Amanda Riffo, Arnar Ásgeirsson, Ásgerður Birna Björnsdóttir, Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Elvar Már Kjartansson, Fritz Hendrik, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Hanna Christel, Hildigunnur Birgisdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Ingrid Furre, Jan Voss, Juha Pekka Matias Laakkonen, Kolbrún Ýr Einarsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Kristín Ómarsdóttir, Peter Liversdige, Steinunn Marta Önnudóttir, Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason.

Á opnuninni verður hvorki meira né minna en lesið upp úr nokkrum bæklingum en útvaldir einstaklingar munu kynna sinn uppáhaldsbækling. Það gera: Logi Leó Gunnarsson, Sigurður Ámundason, Claudia Hausfeldt, Sigrún Inga Hrólfsdóttir, Markús Þór Andrésson og fleiri.


Um Open:
Open er bæði vinnustofa og sýningarrými Arnars Ásgeirssonar, Hildigunnar Birgisdóttur, Unu Margrétar Árnadóttur og Arnar Alexanders Ámundasonar.

Í Open verða myndlistarsýningar og framúrstefnuleg viðburðadagskrá. Opnunartímar Open eru fjölbreyttir.

 
Komið og fagnið með okkur! Hlökkum til að sjá ykkur. 🍻🍹🎉
 
Viðburður á facebook hér
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com