A.Lieber Bildhauer Mit Sockel

Axel Lieber heldur opinn fyrirlestur í Listaháskólanum

(English below)

Föstudaginn 28. september kl. 13.00 mun Axel Lieber halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal Listaháskólans að Laugarnesvegi 91.

Í fyrirlestrinum mun Axel fara yfir verk sín og feril frá byrjun níunda áratugar síðustu aldar og þangað til nú.

Höggmyndir hans eru innblásnar af hlutum úr daglegu umhverfi á borð við húsgögn, föt, pappakassa, teiknimyndabækur og mat. Í list sinni varpar hann fram spurningum um eðli flokkana og hefbundinnar skilgreiningar með því að frelsa hluti úr viðjum hlutverka sinna og yfirfærir þá inn á svið þar sem óvæntar tengingar eru sjóngerðar og skorað er á skilning á hinu venjulega. Verkin eru unnin með undirstöðuatriði höggmynda í huga á borð við sambandið á milli hins innra og ytra eða andstæður uppfyllingar og tómleika. Hlutirnir eru sameinaðir í stærri innsetningum og hafa víxlverkandi áhrif á hvorn annan eins og leikarar á sviði.

Verk hans eru staðsett í Bermúda Þríhyrningi líkamans, í ýmiskonar rýmum (arkítektúr) og höggmyndum, þar sem þau takast á við fjölbreytt þemu eins og hönnun, dægurmenningu, naumhyggju jafnt sem spurningar um sjálfsmynd og tísku.

Opnir fyrirlestrar í Laugarnesi fara fram á haustmisseri 2018 á vegum listkennsludeildar, myndlistardeildar og sviðslistadeildar.

Axel Lieber fæddist árið 1960 í Düsseldorf. Hann býr og starfar í Stokkhólmi, Svíþjóð og Berlín, Þýskalandi. Hann stundaði nám við skúlptúrdeild Listaháskólans í Düsseldorf þaðan sem hann hlaut MFA gráðu árið 1984. Árið 1993 stofnaði hann samstarfsverkefnið inges idee (list í almenningsrými) ásamt H. Hemmert, Th. A. Schmidt and Georg Zey. Einkasýningar hefur hann haldið um allan heim og má þar helst nefna í Moderna Museet Stokkhólmi, Malmö Konsthall, Kunstmuseum Winterthur, Neuer Berliner Kunstverein og Henry Art Gallery, Seattle.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Facebook viðburður.

On Friday the 28th of September at 1PM an open lecture by Axel Lieber will be held at the Iceland University of the Arts, Laugarnesvegur 91.

The lecture will give a short survey about his work and processes since the end of the 1980’s up to now.

Lieber’s sculptures are inspired by objects of our everyday environment, such as furniture, clothing, cardboard boxes, comic books or food. He tries to question fixed categories and their dogmatic definitions by liberating the objects from their pure function and transfer them into a sphere where unexpected connections become visible and our perception of the usual is challenged. The works often deal with fundamental sculptural principles such as the relationship between inside and outside or the contrast between fullness and emptiness. Merged in larger installations, the specific objects interact with each other like actors on a stage.

His works are located in the Bermuda Triangle of body, space (architecture) and sculpture, where they touch as diverse themes as design, pop culture, minimalism, as well as questions of identity or fashion.

Open lectures in Laugarnes will take place in the fall of 2018, hosted by Departments of Art Education, Fine Art and Performing Arts.

Axel Lieber was born in 1960 in Düsseldorf. He lives and works in Stockholm, Sweden and Berlin, Germany. He studied sculpture at the Art Academy in Düsseldorf where he acquired an MFA degree in 1984. In 1993 he founded the collaborative inges idee (art in public space) with H. Hemmert, Th. A. Schmidt and Georg Zey. He has had solo exhibitions around the world including at Moderna Museet Stockholm, Malmö Konsthall, Kunstmuseum Winterthur, Neuer Berliner Kunstverein and Henry Art Gallery, Seattle.

The lecture will be held in english and is open to all. Facebook event.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com