MG 2198 Kopie © Katharina Roßboth Vef

Austurríski ljósmyndarinn Katharina Fröschl-Roßboth sýnir í Borgarbókasafninu Spönginni

Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni

Opnun fimmtudaginn 15. júní kl. 17

Austurríski ljósmyndarinn Katharina Fröschl-Roßboth sýnir myndir sem hún tók meðan hún dvaldi á listasetrinu Bæ á Höfðaströnd í júní 2016. Þær myndir urðu henni svo innblástur að öðrum verkum sem einnig eru á sýningunni.

Katharina Fröschl-Roßboth er menntuð í ljósmyndun, kvikmyndagerð, leiklist og miðlun. Eftir að hafa starfað við kvikmyndagerð, leikstjórn og myndvinnslu í Vínarborg og New York gerðist hún sjálfstætt starfandi ljósmyndari árið 2008. Margar mynda hennar hafa birst í tímaritum og dagblöðum. Hún hefur haldið sýningar á Íslandi, í Þýskalandi, Austurríki, Búlgaríu og Litháen og gaf nýlega út bók með portrettmyndum.

Í daglegum störfum segir hún að sér gefist kærkomin tækifæri til að uppgötva nýja staði, hitta einstakar manneskjur og kynnast ólíkum menningarheimum og lifnaðarháttum.

Sýningin stendur til 31. ágúst.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com