
Aukaúthlutun styrkja – tilkynning
Kæru myndlistarmenn vakin er athygli á að á vefsvæði Myndlistarsjóðs hefur verið sett upp eftirfarandi tilkynning um aukaúthlutun styrkja:
Opnað verður fyrir umsóknir um aukaúthlutun styrkja á sviði menningarstarfs og skapandi greina á allra næstu dögum. Myndlistarsjóður hefur fengið auka 57 milljónir til að veita í styrki til sjálfstætt starfandi listamanna.
Myndlistarráð vinnur nú að skipulagningu og verður fyrirkomulagið auglýst á næstu dögum. Opnað verður fyrir umsóknir um aukaúthlutun styrkja á sviði menningarstarfs og skapandi greina á allra næstu dögum.
Einnig er vakin athygli á að fjallað verður um næsta áfanga í aukafjárveitingum til listamanna á Alþingi á næstu dögum og er myndlistarmönnum bent á að fylgjast vel með.
