Lógó Breytt

Auka stjórnarfundur SÍM þriðjudaginn 22. maí 2012

Fundargerð

 1. Auka stjórnarfundur SÍM þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 10:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásmundur Ásmundsson varaformaður, Kristín Gunnlaugsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Unnar Örn Jónasson meðstjórnendur og Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri. Hrafnhildur ritaði fundinn.

Fundur settur kl. 10:10.

 1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Fundargerð síðasta fundar var samþykkt með breytingum.
 2. Úthlutunarnefndar Launasjóðs myndlistarmanna – til afgreiðslu. Kosið var um fulltrúa í úthlutunarnefnd og var formanni falið að hafa samband við þá sem flest atkvæði hlutu.
 3. Trúnaðarmaður SÍM vegna samkeppna – til afgreiðslu. Samþykkt var að fela Bergþóru Ingólfsdóttur lögfræðingi að vera trúnaðarmaður samtakanna vegna samkeppna.
 4. Starfsáætlun – lokasamþykki á starfsáætlun. Farið var yfir starfsáætlunina og gerðar breytingar. Formaður mun senda lokaútgáfuna starfsáætlunar á stjórnarmenn til samþykktar.
 5. Félagsfundur 30. maí. – til umræðu. Fundarboð hefur verið sent út vegna félagsfundar.
 6. Sambandsráðsfundur 6. júní – fundarefni ákveðin. Rætt var um fundarboð og fundarefni og ákveðið að fresta sambandsráðsfundi til 27. júní í framhaldi af stjórnarfundi.
 7. Fundartími funda og fundarseta – til umræðu og afgreiðslu. Samþykkt var að frá og með hausti yrði fundartími kl. 9:30-11:30 að morgni en vikudagur ákveðinn með haustinu.
 8. Önnur mál.
 9. MU samningur. Rætt var um að fresta því að þýða sænsku bókina ,,Mu vägen til et avtal” og byrja fyrst á launa- og skoðanakönnun. Formaður mun hafa samband við formann sænsku myndlistarsamtakanna – KRO og fá hjá þeim þann spurningarlista sem lá til grundvallar MU samningi.
 10. Dagur myndlistar. Ingibjörg mun senda stjórn skýrlsu vegna Dags myndlistar 2011.
 11. Samkeppni. Ingibjörg sagði frá tveimru samkeppnum sem eru í burðarliðunum þar sem til stendur að nota samkeppnisreglur SÍM. Þegar þar að kemur þarf stjórn SÍM að fara yfir og samþykkja samkeppnisreglur þessara tveggja samkeppna.
 12. Varafulltrúi SÍM í stjórn KÍM. Halldór Ásgeirsson tekur varasæti í stjórn KÍM.
 13. Launasjóður myndlistarmanna. Rætt var um að greiðslur til úthlutunarnefndar séu mjög lágar. Nú eru greidd ein mánaðarlaun að sömu upphæð og starfslaun listamanna fyrir nefndarmenn og tvöföld mánaðarlaun fyrir formann nefndarinnar. Stjórn SÍM telur að athugasemdir þar að lútandi þurfi að vera í skýslu um launasjóðinn sem stjórn mun senda til Mennta- og menningarráðherra.
 14. Myndlistarlög. Rætt var um nýjan myndlistarsjóð. Gæta þarf þess að hlutverk þessa nýja verkefnasjóðs stangist ekki á við launasjóð myndlistarmanna.
 15. Beiðni Stellu Sigurgeirsdóttir um fund með stjórn vegna vinnustofuleigu á Nýlendugötu. Stellu var boðið að senda skriflegt erindi til stjórnar, sem ekki barst fyrir fundinn. Skrifstofu er falið að leysa þetta mál samkvæmt fyrirmælum stjórnar.

 

Fundi slitið kl. 12:00.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com