Lógó Breytt

Auka stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 15. maí 2013

  1. Auka stjórnarfundur SÍM miðvikudaginn 15. maí 2013 kl. 9:30-10:00
    haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Erla Þórarinsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Kristjana Rós Guðjohnsen, sem ritaði fundinn.

Fundur settur kl. 9.30

  1. Skipan varamanns í aðalstjórn SÍM – til umræðu og afgreiðslu. Stjórn samþykkti að halda aukafund fyrir stjórnarfund og bæta þessum lið inn í dagskrána. Rætt var um skipan nýs fulltrúa í stjórn SÍM. Eftirfarandi var samþykkt: Þar sem ekkert stendur í lögum SÍM um skipan varamanna í stjórn við afsögn stjórnarliða taldi stjórn nauðsynlegt að kjósa um það hvor varamaður SÍM skyldi taka sæti í stjórninni nú. Kosið var milli Ástu Ólafsdóttur og Sigrúnu Rósu Jónsdóttur og féll meirihluti atkvæða Rósu Sigrúnu í vil. Tekur hún því við af Unnari Erni í stjórn SÍM það sem eftir er starfsárs. Formaður sat hjá við kosningarnar og gerði grein fyrir þeirri ákvörðun sinni.
  2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar borin upp til samþykktar. Fundargerðin var ekki tilbúin þar sem Ásta Ólafsdóttir vildi nýta rétt sinn til að svara bókun Unnars Arnar sem kom upp á stjórnarfundi SÍM 17. apríl.

Auka stjórnarfundi lauk kl. 10 og gengu Rósa Sigrún Jónsdóttir og Ásta Ólafsdóttir á fundinn.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com