Rannís

Auglýst eftir umsóknum sem brúa menningu, mynd og hljóð með stafrænni tækni – Bridging culture and audiovisual content through digital

Creative Europe, kvikmynda- og menningaráætlun ESB, styrkir framsækin samstarfsverkefni sem brúa listir og menningu sviðum kvikmyndagerðar og sýndarveruleika.

Umsóknarfrestur er 14. maí 2020 kl. 15 að íslenskum tíma.

Umsækjendur:

Lögaðilar af ýmsu tagi geta sótt um:

 • Aðilar sem ekki starfa í hagnaðarskyni (bæði í einka- og opinbera geiranum).
 • Aðilar sem starfa í hagnaðarskyni.
 • Opinber yfirvöld (bæði ríki og sveitarfélög).
 • Alþjóðleg samtök.
 • Háskólar.
 • Kennslustofnanir.
 • Rannsóknarsetur.
 • Einstaklingar sem starfa sjálfstætt en eru lögaðilar.

Bakgrunnur og markmið:

Til stendur að auka mikilvægi nýsköpunar í næstu kynslóð Creative Europe. Til undirbúnings verður styrkjum veitt til þróunarverkefna á krossgötum ólíkra, skapandi greina sem nýta nýstárlegra tækni; verkefni sem hafa jákvæð og langvarandi áhrif á framleiðslu, aðgengi, dreifingu, markaðssetningu og viðskipti með menningu og sköpun.

Fjöldi umsækjenda, styrkupphæð og tímabil verkefna:

 • Hópur umsækjenda (consortium) frá a.m.k. 3 frá þremur aðildarríkjum Creative Europe, einn þeirra verkefnisstjóri.
 • Styrkur að lágmarki 300.000 € (á gengi í lok mars 45 m Isk).
 • Allt að 60% af fjármögnun til 18 mánaða.
 • Fái verkefnið styrk, getur það starfað á tímabilinu 1. janúar 2021 til 30. júní 2022.

Hvernig verkefni?

a) Verkefni sem snúast um nýsköpun á landamærum ólíkra lista- og menningargeira, einnig þeim sem sinna hljóði og mynd (audiovisual), með notkun nýrrar tækni, einnig sýndarveruleika.

Eða

b) Verkefni sem sinna nýsköpun og þverfaglegum úrlausnum til að auðvelda aðgengi, dreifingu, kynningu og/eða viðskipti með menningu og sköpun, einnig menningararfleifð.

Verkefnin ættu að horfa til eftirfarandi þátta:

 • Að leysa vandamál og áskoranir í geirum menningar og skapandi greina.
 • Úrlausnir sem snúa að þátttakendum/listunnendum og upplifun notenda skipta höfuð máli.
 • Tækni sem hjálpar við að nálgast lykilvandamál, frekar en tækni sem markmið í sjálfu sér.
 • Styðja við nýstárlega sköpun, dreifingu og markaðssetningu á skapandi efni og innihaldi.
 • Að takast á við þverfaglega samvinnu með hjálp tækninnar.
 •  Verkefnin verða að taka til a.m.k. eins sjónræns þáttar (audiovisual) og eins stafræns þáttar (digital technology) sem nota á í a.m.k. einum af eftirfarandi geirum: bókaútgáfu, safna, sviðslista og/eða menningararfleifð.

Mikilvægt:

 • Sýna verður fram á að þörf sé fyrir verkefnið (að það sé ekki til fyrir).
 • Verkefnið verður að gagnast sem flestum aðilum, ekki aðeins þeim sem vinna beint að verkefninu – útkomu þess verður að deila með öðrum.

Nánari upplýsingar, vegvísar og innsending umsókna:

Auglýsing og önnur umsóknargögn aðgengileg hér:
https://ec.europa.eu/info/funding-tenders/opportunities/portal/screen/opportunities/topic-details/crea-innovlab-2020

Auglýsing og leiðbeiningar:

 • Farið í: Topic conditions and documents > 5. Guidelines.
 • Byrjið á að lesa: „Guidelines of the Call for Proposals“.

Að opna umsókn og skoða umsóknargögn:
Umsókninni er skilað inn rafrænt. Henni fylgja einnið viðaukar.

 • Farið í: Select your type of action to start submission > Start submission.
 • Þá opnast rafræna formið. Þar er einnig hægt að hlaða niður viðaukum.

EU aðgangur og PIC númer:
Til þess að opna umsókn og skoða umsóknargögn er nauðsynlegt að vera með svo kallaðan EU aðgang.

 • Ef þið eruð ekki með hann fyrir, smellið á „Register“ efst á skjánum hægra megin.
 • Til þess að klára og senda inn umsókn þarf umsóknaraðili að vera með PIC númer, eins konar kennitölu í kerfinu.

Ef þið eruð þegar með PIC er það notað áfram

Kveðja frá Rannís, landskrifstofu Creative Europe,
Guðmundur Markússon, 515 5841 gim (hjá) rannis.is
Ragnhildur Zoëga, 515 5838, ragnhildur.zoega (hjá) rannis.is
Sigríður Vigfúsdóttir, 899 6366, s.vigfusdottir (hjá) rannis.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com