POSTER8

Auður Ómarsdóttir sýnir í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

(english below)

23.03-30.05 2017
Skotið, Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Verið velkomin á ljósmyndasýningu Auðar Ómarsdóttur AÐSTÆÐUR í Ljósmyndasafni Reykjavíkur kl. 16-18 fimmtudaginn 23. mars. Sýningin er staðsett í Skotinu við inngang Ljósmyndasafnsins á efstu hæð Grófarhússins.
Léttar veigar verða í boði.
Sýningunni lýkur 30. maí.
Auður Ómarsdóttir tekur ljósmyndir sínar af eðlislægum áhuga á mannlegu atferli. Hún lýsir eigin verkum sem persónulegum en einnig hlutlægum athugunum á aðstæðum.
Í stöðugri skimun sér hún heiminn fyrir sér sem uppfullan af vísbendingum um uppákomur sem þegar hafa átt sér stað eða eiga eftir að gerast. Vísbendingarnar virka sem samhengislaus brot af ósýnilegri heild, eins og stilla úr kvikmynd eða setning úr handriti.
Í sýningunni AÐSTÆÐUR tengir listamaðurinn saman sjálfsævisöguleg verk sín við ljósmyndir sem hún safnar úr fundnum filmum. Filmurnar finnast áteknar og óframkallaðar í notuðum myndavélum; gefnar, gleymdar eða týndar af fyrri eigendum. Með samruna mynda úr fundnu filmunum við hennar eigin víkkar frásögnin og virkar sem tenging milli hins nána og þess hlutlæga. Ljósmyndirnar eru ómerktar og mynda því óskilgreinda samsetningu sem afhjúpar mannsævina sem samfellda sviðsmynd óútskýranlegra atvika.
Í skilningi Auðar endurspegla verkin jafnt líf annarra og hennar eigið – sem hún upplifir reglulega sem líf einhvers annars.

Viðburðurinn á Facebook.

///

SITUATIONS
Auður Ómarsdóttir
23.03-30.05 2017
Skotið, Reykjavík Museum of Photography

Welcome to Auður Ómarsdóttir‘s exhibition SITUATIONS at Reykjavik Museum of Photography, which opens on March 23rd, at 16:00 to 18:00 pm. The exhibition is located in Skotið, right by the museum’s entrance on the top floor of the Grófarhús building.
Drinks will be served during the opening.
The exhibition runs until 30.5.2017.

In a curious manner, Auður Ómarsdóttir shoots her photographs with an instinctive interest in human behaviour. She describes her works as intimate and objective observations of situations. By constantly searching and discovering, she considers the world to be filled with indications of happenings that took place or have not taken place yet. The indications operate as incoherent fragments belonging to an invisible composition, like a still from a film or a sentence from a script.
In the exhibition SITUATIONS, the artist connects her autobiographical work with photographs she collects from found films. The films are found exposed and undeveloped inside used cameras that have been forgotten, lost or given away by their former owners. By merging the images from the found films with her own, the narrative expands and thereby functions as an interface between the intimate and the objective. The images are untitled and form an anonymous composition that is interconnected and reveals human lives as a continuous set of unexplainable situations.
In Auður’s sense, the photographs reflect the lives of others just as much as her own life – which she often experiences as someone else’s.

The event on Facebook.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com