Poster

AUÐUR ÓMARSDÓTTIR – FROM THE FRONT TO THE BEGINNING

Verið velkomin á myndlistarsýningu Auðar Ómarsdóttur í Gallery Port, Laugavegi 32b sem opnar kl 17:00 föstudaginn 18.nóvember. Þar sýnir Auður ný verk í mismunandi miðlum sem eru innblásin af dvöl hennar í Þýskalandi síðastliðna mánuði. Verkin fjalla um endurtekningu upphafsins í ástum og sorgum. Hið stöðuga fall og enduruppbyggingu veraldarinnar séð út frá sjónarhorni tvíhyggju.

Þar má sjá hörundsflúraðan fjaðursnák og ljósmynd. 
Sorrý bréf.
Málverk tileinkað vini. 
Broskalla og skissubók unna á tíu dögum í september. 


Where are you? Hvar ertu? Wo bist du?

I’m sorry.
Please forgive me.
I love you.
Please see you soon.

Don’t feel sorry it’s all good.

Now I understand what you tried to say to me. 

Ég var svo hátt uppi í stiganum.
Svo féll ég af.
Já, þá féll ég af.
Á leiðinni á spítalann.
Ég sá ljósin frá borginni einu sinni enn.
Þau brunnu eins og eldur í augum mínum.
Ég varð einmana og óendanlega slappur.
Hey 
Hey 
Hey 
Ég var gullni reiðmaðurinn. 

– Joachim Witt ‘Goldener Reiter’ 


Auður (f.1988) útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2013. Þetta er hennar þriðja einkasýning eftir nám en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. 
Veitingar eru í boði á opnuninni.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com