Hvíld á Jökli 1953 Jökuláröræfi 2019

AUÐN – ljósmyndasýning Guðrún Nielsen og Ólafur W. Nielsen

Laugardaginn 4. janúar kl. 14:00 opna feðginin Guðrún og Ólafur W. Nielsen
ljósmyndasýninguna AUÐN í Gallery Grásteini. Nokkrar myndir úr Auðn seríu Guðrúnar voru sýndar í september 2019 í LE MARAIS Paris.

Sumarið 2019 fóru þau Guðrún og Ólafur á gamlar slóðir í Tungnaáröræfum og Jökulheimum þar sem Guðrún safnaði saman myndefni í ljósmyndaseríuna Auðn en auk þess má hér sjá ljósmyndir Ólafs þær elstu teknar fyrir um 70 árum.

Eins og listfræðingurinn Aldís Arnardóttir lýsir: “Náttúröflin eru óútreiknanleg og hvergi eru andstæðurnar meiri en á þessum hrjóstrugu slóðum þar sem hvít jökulbrúnin hefur hopað og breiður af svörtum sandi og auðn blasa við.

Guðrún beinir sjónum sínum að fortíðinni, sögu lands og persónulegum minningum sem hún leggur til grundvallar að samklippsverkum þar sem nútíðin leggst harðhnjóskulega yfir landssvæðið.

Í verkinu Hvíld á jökli 1953/Tungnaáröræfi 2019 hefur mjallarrok fortíðar vikið fyrir dulúðlegu sandroki samtímans”. (mynd)

Guðrún Nielsen f.1951 er mynhöggvari og er með vinnustofur í Reykjavík og Englandi. Hún hefur tekið þátt í ótal samkeppnum og sýningum alþjóðlega frá 1989 og unnið til margvíslegra verðlauna fyrir list sýna. Ólafur W. Nielsen f.1928 er húsgagnasmiður og einn af stofnendum Jöklarannsóknafélags Íslands og Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík. Hann hefur tekið ljósmyndir á Vatnajökli frá 1950.

AUÐN – photographic exhibition

Saturday 4. January at 14:00 daughter and father Gudrun and Ólafur W. Nielsen open the photographic exhibition AUÐN/The Barren Wasteland in Gallery Grásteini. A few images from Gudrun’s Barren Wasteland series were exhibited in September 2019 in LE MARAIS Paris.

In the summer of 2019 Gudrun went on a journey with her father Ólafur, to the old trails of the Tungnaá barren wasteland and Jökulheimar, there Gudrun took photographs for her Barren wasteland series. In this exhibition they merge photographs taken up to 70 years apart.

As the art historian Aldís Arnardóttir describes: “The forces of nature are unpredictable and nowhere are the opposites as great as in this barren wasteland. Where the white glacier’s edge has retreated and wide areas of black sand and wasteland appear.

Gudrun looks to the past, stories of the land and personal memories, which provides her with the basis for the work of collage where the present lies harshly over the land.

In the work Hvíld á jökli 1953/Tungnaáröræfi 2019 the white snow dust of the past has retreated for the mystical sand dust of today”. (image)

Gudrun Nielsen b.1951 is a Reykjavík and UK based sculptor. She has competed and exhibited at an international level since 1989 and been granted many different awards for her art. Ólafur W. Nielsen b.1928 is a cabinet maker and one of the co-founders of the Icelandic Glaciological Society and the Air Ground Rescue Team of Reykjavík. He has taken photographs on Vatnajökull glacier since 1950.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com