Atómstjarna Mynd2

Atómstjarna – nýtt myndlistar- og dansverk

(ENGLISH BELOW)

Dans- og myndlistarverkið Atómstjarna verður frumsýnt föstudaginn 8. júní kl. 18:00 á Listahátíð í Reykjavík. Atómstjarna er marglaga upplifunarverk og verða sýningar á lifandi verkum fimm talsins þar sem hver sýning er tvær klukkustundir að lengd, auk þess sem áhorfendum er boðið að leggja upp í sitt eigið ferðalag um Ásmundarsal, rannsaka og upplifa heima og geima.

Utan lifandi sýninga verður Atómstjarna opin gestum og gangandi á opnunartímum Ásmundarsals milli kl:10:00 og 17:00 alla daga til júní loka. Myndbandsverk, myndlist, skúlptúrar og mögulega óvæntir glaðningar “Pop Up” glæða húsið lífi á tímabilinu. Pop Up atburðir auglýstir sérstaklega.

Höfundar verksins eru Jóní Jónsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir.

Eva Signý Berger sér um útlit sýningarinnar ásamt höfundum.

Hjóðheimur, Áskell Harðarson.

Kvikmyndataka, Freyr Árnason ásamt Baldvin Vernharðssyni og Pétri Má Péturssyni.

Aðstoð við búninga, Alexía Rós Gylfadóttir.

Tæknistjórn, Kjartan Darri Kristjánsson og Guðmundur Felixson.

Framkvæmdarstjórn, Erla Rut Mathiesen.

Listamenn/flytjendur, Anna Kolfinna Kuran, Díana Rut Kristinsdóttir, Erla Rut Mathiesen, Ingvar E. Sigurðsson, Saga Sigurðardóttir, Sigrún Guðmundóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Védís Kjartansdóttir.

Lifandi sýningar verða:

Laugardaginn 9.júní kl. 16:00 og kl. 20:00

Fimmtudaginn 14. júní kl. 20:00

Föstudaginn 15. júní kl. 21:00

Meira um verkið:

Í Atómstjörnu er mannveran rannsökuð. Hún er krufin, rifin og skorin í sundur, saumuð saman og skoðuð í stærra samhengi við umhverfi sitt, frá rótum sínum við jörðina til huga og himins. Ljósi er varpað á margbreytileika hennar og þær mörgu víddir, fleti, form og drauma sem hún hefur að geyma. Í verkinu er líkaminn skoðaður sem efni út frá staðreyndum vísindanna og þaðan er lagt upp í ferðalag þar sem leitast er eftir kjarna mannverunnar og orkunnar sem þar býr. Í Atómstjörnu er annars konar rými skapað þar sem líkamar, náttúran, heimurinn og geimurinn renna saman í eitt.

Verkið er sýnt í samstarfi við nýuppgerðan Ásmundarsal þar sem einstök saga hússins, andi þess og rými fléttast inn í verkið.

Styrkt af Reykjarvíkurborg, Leiklistarráði og launasjóði listamanna.

Í samstarfi við Ásmundarsal.

///////

 

Atomstar is a multifaceted performance work where live performances, video, sound and installations fill up and take over the newly renovated Ásmundarsalur the home of Iceland’s beloved sculptor Ásmundur Sveinsson. The exhibition will open on June 8th with a premiere of a two hour live performance as a part of Reykjavík Arts Festival.

The work is an exploration of the human being digging deep into its materiality, stretching beyond its borders, into nature, alternative spaces, and other worlds. The human body is dissected, torn apart, cut into pieces and sewn back together in alternative ways. Examined in a wide context shedding a light on the multiple layers, levels and dimensions of the human being and its existence.

Other performances will take place on:

Saturday 9th June at 16:00 and 20:00

Thursday 14th June at 20:00

Friday 15th June at 21:00

From June 10th the exhibition is open everyday from 10:00 – 17:00

Creators: Jóní Jónsdóttir, Steinunn Ketilsdóttir and Sveinbjörg Þórhallsdóttir.

Visuals, Eva Signý Berger

Sound design, Áskell Harðarson.

Film, Freyr Árnason with Baldvin Vernharðssyni and Pétri Má Péturssyni.

Costume assist, Alexía Rós Gylfadóttir.

Technicians, Kjartan Darri Kristjánsson og Guðmundur Felixson.

Project manager, Erla Rut Mathiesen.

Artists/performers. Anna Kolfinna Kuran, Díana Rut Kristinsdóttir, Erla Rut Mathiesen, Ingvar E. Sigurðsson, Saga Sigurðardóttir, Sigrún Guðmundóttir, Sigurður Andrean Sigurgeirsson, Védís Kjartansdóttir.

The work is presented in collaboration with Reykjavík Arts Festival and Ásmundarsalur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com