Ásta Ólafsdóttir opnar sýningu í Menningarhúsinu iðnó og Galleri Gesti.

mynd af Ástu Ólafsdóttur

 

Ásta Ólafsdóttir opnar sýningar í Menningarhúsinu Iðnó og Gallerí Gesti 19. júní kl. 14. Myndirnar sem Ásta sýnir nú er unnar á pappír með gvass- og vatnslitum.

Ásta, sem kom fram á sjónarsviðið í upphafi níunda áratugarins, hefur unni með fjölbreyttan efnivið og í margvíslega miðla, svo sem video, skúlptúr og hljóð. Ásta er menntuð bæði hér heima og í Jan van Eyck akademíunni í Hollandi. Hún á að baki farsælan feril í myndlist og á verk á helstu söfnum landsins. Ásta hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis.

Galleri Gestur er taska sem Dr. Magnús Gestsson hefur ált með sér og opnar hvar sem hann drepur niður fæti. Á sýningartímabilinu verður Galleri Gestur í Iðnó á hverjum fimmtudegi kl. 15 – 18.

Sýning Ástu er sú fyrsta í röð fimm sýninga sem G.ERLA – Guðrún Erla Geirsdóttir skipuleggur í samvinu við Gallerí Gest og Menningarhúsið Iðnó í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Þær sem sýna síðar eru: Rúna Þorkelsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Margrét Jónsdóttir (málari) og Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Listakonurnar eiga það sameiginlegt að vera fæddar í kringum miðja síðustu öld. Þær voru að stíga sín fyrstu skref í myndlistinni er önnur bylgja femíninsmans var farinn að hafa þau áhrif að konur töldu fullvíst að þær kæmust til vegs og virðinga ekki síður en karlarnir. Sýningaröðin nefnist ARGINTÆTUR Í MYNDLIST. Í stuttri útgáfu er sagan um Argintætu svo: Kerling nokkur, svarkur og orðhákur, var kölluð Argintæta. Með því að bera út skáldaðar sögur kom hún sér alls staðar út úr húsi. Aðeins umkomulaus stúlka lét kæsni kellu ekki á sig fá. Kom hún oft til Argintætu, sem sagði henni sögur. Argintæta arfleiddi hana að öllu sínu. Arfurinn nægði til að koma stúlkunni til mennta og naut hún síðar hylli fólks.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com