Asta

Ásta Guðmundsdóttir sýnir í Flóru

Föstudaginn 10. júní kl. 17:00 á opnar Ásta Guðmundsdóttir sýninguna Náttúru afl í Flóru á Akureyri.

Ásta nam fatahönnun í Þýskalandi og útskrifaðist þaðan frá Fachhochschule fur Gestaltung Pforzheim 1990. Jafnframt því að framleiða föt undir eigin fatamerki “ásta créative clothes” hefur áhugi Ástu lengi beinst að listsköpun s.s. innsetningum og skúlptúrum. Hún notar gjarnan textíl í verkum sýnum. Verkin eru oft undir áhrifum frá   náttúru og veðurfari. Verklagið byggist á arfleið forfeðra Ástu sem störfuðu við netagerð og sjómensku.

Hún hefur sýnt verk sín víða um heim og tekið þátt í vinnustofum og listahátíðum m.a. á Íslandi, Japan, Suður Kóreu og Evrópu. Nánari upplýsingar um Ást og verk hennar má nálgast á heimasíðunni: www.astaclothes.is

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: mán. – lau. kl. 9-19 og sunnudaga kl. 13-19.

Sýningin stendur til sunnudagsins 7. ágúst 2016.

Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endur-nýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.

Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

https://www.facebook.com/flora.akureyri

Viðburðurinn á Facebook.


Ásta Guðmundsdóttir “nature power”

Exhibition/installation at Flóra from June 10th – August 7th 2016

Ásta studied fashion design in Germany, graduating in 1990 from Fachhochschule für Gestaltung Pforzheim. Producing her own line under “ásta creative clothes”, Ásta has also been working with installations and sculptures, where she – on the basis of the traditions of fisher net making and seamanship and under the influence of nature and weathers – preferably uses textiles. See more about Ásta and her work on www.astaclothes.is.

The exhibition is open to everyone during Flóra´s opening hours: Mondays-Saturdays 9am-7pm and Sundays 1-7pm.

Flóra – shop, studio, shows – Hafnarstræti 90, 600 Akureyri.

The event on Facebook.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com