Hook2 1

Ásta F. Sigurðardóttir sýnir í Úthverfu

Laugardaginn 3. mars opnaði Ásta F. Sigurðardóttir sýninguna Í GEGN UM OG TIL í Gallerí Úthverfu á Ísafirði.

Svartur köttur í köldum kjallara saumar hey í og til endurgerðar á morgunfirði.  Áhorfandinn heldur áfram en heimsækir það sem er léttilega tekið með. Í gegn um og til er eins og ör, bæði í formi og líkama. Til staðar en samt eitthvað sem er liðið og er ekki lengur. Öngull sem bendir á sína eigin byrjun. Minningar lita útsýni og upplifanir. Sýningin er að hluta til tilraun til endurspeglunar á löngu liðnu verkefni á Seyðisfirði árið 2013. Þar hittumst Ásta og sýningarstjórinn Gavin Morrison og sömdu þorskaóperu byggða á lygasögu. Nú loks eru þau sameinuð á ný í bæ við haf og sjó með grimmu glimmer.

Ásta F. Sigurðardóttir er listakona og skáld. Hún útskrifaðist úr myndlistardeild frá Listaháskóla Íslands og hefur sýnt list sína í fjölmörgum einka- og samsýningum bæði á Íslandi og erlendis. Meðal þeirra miðla sem hún fæst við eru teikningar, video, hljóðlist, innsetningar og gjörningar með áherslu á orðatengt fyrirbæri, tungumál og tónlist.

Sýning Ástu F. Sigurðardóttur í Gallerí Úthverfu opnaði á laugardaginn og stendur til sunnudagsins 25. mars 2018.

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða og Ísafjarðarbær styrkja rekstur Gallerís Úthverfu.

 

OUTVERT ART SPACE / Gallerí Úthverfa

ArtsIceland – Aðalstræti 22 – 400 Ísafjörður

www.kolsalt.is 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com