ásmundarsalur

Ásmundarsalur: Listamannaspjall með Kristni G. Harðarsyni

Spjallið fer fram í Ásmundarsal sunnudaginn 17. nóvember kl.15:00

Kristinn mun ræða vinnslu verkanna á sýningunni og sýninguna í heild svo og þann hugmyndaheim sem verkin eru sprottin úr, hver viðfangsefnin eru og hvaðan þau koma. Hann mun ræða um notkun sína á texta, á sýningunni og öðrum fyrri verkum og tæpa á þeirri hefð sem sú textagerð er sprottin úr. Að öðru leyti mun spjallið ráðast af andrúmslofti staðar og stundar.

– – – – – – – – –

Kristinn Guðbrandur Harðarson (f. 1955) hefur starfað ötullega í íslensku myndlistarlífi um áratuga skeið.
Í verkum Kristins á sér stað persónuleg og ljóðræn úrvinnsla á hans nánasta umhverfi þar sem hann notast við fjölbreyttar miðlunarleiðir, texta, útsaum, skúlptúra, veggmálverk, teiknimyndir og gjörninga svo fátt eitt sé nefnt.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com