Listasafnreykjavíkur

Ásmundarsafn: Leiðsögn listamanns – Ólöf Nordal: úngl-úngl

Sunnudag 12. janúar kl. 15.00 í Ásmundarsafni

Ólöf Nordal verður með leiðsögn um sýningu sína úngl-úngl í Ásmundarsafni.

Sýningin er sú fimmta og jafnframt síðasta í röð einkasýninga fimm listamanna sem eru höfundar útilistaverka í borginni.

Ólöf leitast við að kanna og rannsaka byggingarefni goðsagna, hún leitar uppi það sem fellur utan hins hefðbundna og verður þannig uppspretta safna og trúar. Verk Ólafar varpa iðulega ljósi á málefni líðandi stundar um leið og þau vísa bæði fram og aftur í tíma.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com