Ásgerður Arnarsdóttir

Ásgerður Arnardóttir opnar sýninguna (m)álverk á Kaffi Laugalæk, 1. nóvember 2019

Ásgerður sýnir nokkur (M)álverk á Kaffi Laugalæk. Sýningin opnar kl. 18.00, léttar veigar í boði og allir velkomnir!
Sýningin stendur svo yfir til 30. Janúar 2020.

Ásgerður Arnardóttir (1994) lauk BA námi í myndlist úr Listaháskóla Íslands vorið 2018. Hún vinnur aðallega að teikningum, málverkum, innsetningum og stafrænum verkum.

Listsköpun hennar inniheldur oft á tíðum margar tilraunir og rannsóknir, sem beinast að alls kyns efniskenndum, áferð, litum og myndbyggingu með því markmiði að skapa nýja tilfinningu eða upplifun. Í vinnuferlinu notast Ásgerður gjarnan við hluti/brot úr umhverfinu sem fanga athygli hennar, sem hún síðan útfærir á alls kyns máta, notandi ólíka miðla; hún tekur ljósmyndir, málar, teiknar, vinnur í stafrænu formi og svo framvegis. Vinnuferlið einkennist þannig af endurtekningu og ferðalagi hluta í gegnum heima mismunandi miðla og tíma.

Viðkvæm og mótanleg efni koma oft fyrir í verkum hennar og spilar hún gjarnan með næmni og spennu. Ásgerður vinnur sjaldan með fullmótaða fyrirframgefna hugmynd, hún leyfir sér heldur að flæða áfram í átt að óvissunni. Hún einblínir á það sem er að gerast hér og nú og leggur áherslu á þróunarferlið í listsköpun sinni.

Nánar á Facebook

http://www.asgerdurarnar.com
https://www.instagram.com/asgerdurarnar/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com