Ásgeir Skúlason

Ásgeir Skúlason opnar sýningu sína Aftur og aftur og aftur í SÍM salnum fimmtudaginn 6.júní kl.17-19

Ásgeir Skúlason heldur einkasýningu í SÍM salnum fimmtudaginn 6.júní frá klukkan 17:00 til 19:00.

Á sýninguni Aftur og aftur og aftur gefur að líta verk sem eru ákveðið framhald af eldri verkum gerðum úr PVC- rafmagnsteipi.

Þráhyggjan og þrjóskan heldur áfram. Efniviðurin og aðferðin leiðir mig að niðurstöðu, leiðir mig síðan að annarri niðurstöðu, stundum upp á vegg eða út á gólf, stundum í ruslatunnuna. Hegðun sem endurtekur sig aftur og aftur og aftur.

Sýningin er opin á skrifstofutíma SÍM 10:00-16:00 alla virka daga.

Ásgeir Skúlason f. 1984 býr og starfar í Reykjavík. Hann lauk fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík áður en hann hóf nám í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2013 með BA í myndlist.

Myndlist Ásgeir einkennist af þráhyggjukenndri endurtekningu með aðferðir og efnivið; efnivið sem oft er fjöldaframleiddur fyrir annan vettvang en myndlist.

Aftur og aftur og aftur  er önnur einkasýning Ásgeirs, en áður hefur hann tekið þátt í samsýningum hérlendis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com