ásaólafs1

Ása Ólafsdóttir opnar sýningu sína „Lithvörf“ fimmtudaginn 18. apríl

Ása Ólafsdóttir opnar sýningu sína „Lithvörf“ fimmtudaginn 18. apríl kl. 14.00 í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu. Sýningin samanstendur af akrýlverkum unnum á síðastliðnum tveimur árum.

Ása er fædd og uppalin í Keflavík en býr nú og starfar í Borgarfirði. Hún útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1973 og stundaði síðan nám við Konstindustriskolan Göteborgs Universitet árin 1976-1978. Ása hefur allar götur síðan verið mjög virk í myndlist, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víðs vegar um heim.

Ása elskar að setja saman liti og hefur gert það í gegnum allan sinn myndlistaferil. Hún er mikil tilraunakona og er það áberandi í verkum hennar í magnaðri litaflóru. Ása fær innblásturinn meðal annars frá náttúrunni og verkin endurspegla mikinn kraft, ljóðræna óræðu og leik.

Verk Ásu eru kyngimögnuð og einkenna ást hennar á fegurð, litum og íslenskri náttúru.

Sýningin stendur yfir til 5. maí og er opin fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.00-17.00 Lokað er á páskadag.

Tekið er á móti gestum á opnunardegi með léttum veitingum, kossum og knúsum og guð má vita hvað. Sýningarstjórar eru Arna Fríða Ingvarsdóttir og Sandra María Sigurðardóttir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com