Eg Er Heit Og Mjuk Ella Magg

Artótek | Naglinn

Borgarbókasafnið | Menningarhús Sólheimum

Fimmtudagurinn 1. október 2020

Naglinn er nýr liður á Sólheimasafni en staðsetning hans blasir við gestum safnsins þegar gengið er inn um dyrnar. Áætlunin er að ávallt hangi á Naglanum eitt listaverk úr Artóteki Borgarbókasafnsins, þar sem hægt er að leigja og kaupa íslenska myndlist. Fyrsta verk Naglans er eftir Ellu Magg

Listaverk eftir Ellu Magg verður til sýnis á Naglanum í Borgarbókasafninu Sólheimum frá og með 1. október. Verkið er fengið að láni frá Artóteki Borgarbókasafnsins, sem er til húsa í Grófinni.

Naglinn er nýr liður á Sólheimasafni en staðsetning hans blasir við gestum safnsins þegar gengið er inn um dyrnar. Áætlunin er að hafa þar ávallt eitt listaverk til sýnis, valið af starfsmanni, notanda eða kaupanda/leigjanda fyrra listaverks Naglans.

Hægt verður að leigja eða kaupa listaverkið. Ef listaverkið er leigt þar til þau eru að fullu greidd eignast leigjandinn verkið. Sá sem ákveður að kaupa/leigja listaverkið sem er á Naglanum má velja næsta verk úr Artótekinu sem verður til sýnis á Naglanum.

Elín Magnúsdóttir Rudari var fædd í Reykjavík árið 1956. Hún útskrifaðist með Diplom úr Gerit Rietveldt Akademíunni í Amsterdam árið 1987 og hefur síðan þá unnið sem listmálari. „Meginviðfangsefni mitt er hið ljúfa líf eftir miðnætti, fantasíulandslag og litbrigði þess sem gengur eins og rauður þráður í gegnum feril minn til þessa.“

Málverkið sem verður núna til sýnis á Naglanum heitir „Ég er heit og mjúk“ og er málað með vatnslitum. Naglinn er hugarafkvæmi Magnúsar Thorlacius, starfsmanns Borgarbókasafnsins í Sólheimum. Fyrsta sýningarverk Naglans var valið af honum og kærustu hans, Freydísi Halldórsdóttur. „Okkur finnst málverkið ótrúlega flott og öfundum hvern þann sem eignast verkið! Stemningin í því er einhvern veginn svo absúrd og ögrandi, svo skemmir ekki fyrir að þar leynast kisa og lítill fugl.“

Verkið er hægt að leigja á 3.000 kr. á mánuði eða kaupa á 65.000 kr.

Nánari upplýsingar um Artótekið, listamanninn og verkið á https://artotek.is

Ég er heit og mjúk, Ella Magga

The Sólheimar City Library will be showcasing a painting by Ella Magg from the 1st of October. The painting is provided by the Artótek, which is situated in the Grófin City Library.

The Nail is a new art exhibition at the Sólheimar Library where one art piece will be showcased at a prime spot within the library. The work of art is chosen by an employee, customer or the previous buyer/renter of a Nail art piece.

The art can be bought or rented. If the art is rented until its sum reaches the price, the renter becomes its owner. The person that chooses to buy or rent the exhibited art can choose the next one to be showcased on the Nail.

Elín Magnúsdóttir Rudari was born in 1956 in Reykjavik. She received a Diplom from the Gerit Rietveldt Academy in Amsterdam in 1987 and has worked as a painter ever since.

The first painting to be showcased on the Nail is called „Ég er heit og mjúk“ or “I am hot and soft”. The Nail is Magnús Thorlacius’ idea, an employee of the library. The painting was chosen by him and his girlfriend, Freydís Halldórsdóttur. “We think the painting is fantastic and envy its future owner! Its atmosphere is absurd and provocative.”

The painting can be rented for 3.000 kr. a month or bought for 65.000 kr.

Further information on the Artótek, the artist and painting on https://artotek.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com