IMG 3929

ARTgallery GÁTT: ¨Við skulum þreyja, þorrann og hana góu”

Artgallery Gátt, listagallerí í Kópavogi, Hamraborg 3a, verður með þrjár örsýningar á næstunni undir yfirskriftinni, “Við skulum þreyja, þorrann og hana góu”

Fyrsta sýningin er opnuð laugardaginnn 20. janúar kl 15-18. Þar sýna Annamaría Lind Geirsdóttir, Hrönn Björnsdóttir, Jóhanna V Þórhallsdóttir og  Kristbergur Ó Pétursson  fjölbreytt verk sem flest eru ný; málverk, textílverk og skúlptúrar.

Sýningin stendur yfir til sunnudagsins 4. febrúar. ARTgallery GÁTT er með opið frá miðvikudegi til sunnudags kl 15-18. Verið hjartanlega velkomin!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com