Art Dia2

ART Diagonale “Korpúlfsstaðir – Reykjavik” 2017

Í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistamanna (SÍM) verður ART Diagonale “korpúlfsstaðir – Reykjavik “ 2017 haldið á Íslandi dagana 15 til 25 júlí.
      

Tilgangur Art Diagonale er að erlendir og íslenskir listamenn, listunnendur og listasafnarar fái tækifæri til að styrkja tengslanet sitt, kynna list sína og öðlast reynslu með samstarfi við aðra listamenn. Art Diagonale var haldið i fyrsta skiptið 2016 i Wels i Austurriki (ART Diagonale “Traunkunst” 2016) þar sem komu saman 13 listamenn frá 7 löndum, þar af 3 islenskir.

Í ár er vettvangurinn Korpúlfsstaðir, en þar munu koma saman 10 listamenn, frá Austurríki, Íslandi og öðrum löndum, dvelja þar og vinna að list sinni. Hægt verður að fylgjast með listamönnunum við vinnu sína.

Haldin verður sýning (opnun 25 júli)  á Korpúlfsstöðum í lokin, þar sem öll verk sem unnin eru á þessum dögum munu verða til sýnis. Einnig munu þeir listamenn sem starfa á Korpúlfsstöðum hafa tækifæri á að taka þátt í sýningunni.

Í lokin verður gerður bæklingur, sem mun sýna listamenn og verk sem verða til á þessum tima á Íslandi.  Þar munu allir sem taka þátt og styrkja ART Diagonale “korpúlfsstaðir – Reykjavik” 2017   koma fram.

Listamennirnir munu dvelja á Korpúlfsstöðum þessa 10 daga.

Með ósk um góðar undirtektir

 

ART Diagonale korpúlfsstaðir – Reykjavik 2017

Mag. Linda Steinþórsdóttir

Mail: lindabjoerk68@gmail.com // goesta.nowak@liwest.at

TEL: 0043-69912413220

Art Diagonale – “Traunkunst” 2016 / Catalog

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com