Kristjan Landskape

Ár í listheimum – Anarkía

UNNUR ÓTTARSDÓTTIR OG RÁN JÓNSDÓTTIR Í ANARKÍU

Ár í listheimum

Unnur Óttarsdóttir og Rán Jónsdóttir sýna í Anarkíu

Laugardaginn 19. september kl. 15.00 opna Unnur Óttarsdóttir og Rán Jónsdóttir sýninguna Ár í listheimum í Anarkíu Listasal í Kópavogi.

Á sýningunni eru málverk og ljósmyndir sem byggja á ferðum um listasenu Íslands þar sem myndlistarmennirnir spegla sig í hvor annarri sem og myndlistarmönnum samtímans. Listamennirnir unnu verkin á sýningunni í samvinnu.

Unnur Óttarsdóttir (1962) (www.unnurottarsdottir) og Rán Jónsdóttir (1961) (www.ranjonsdottir.com) hafa lokið BA og MA námi í myndlist frá frá Listaháskóla Íslands.

Sýningin stendur til 11. október. Anarkía listasalur er til húsa að Hamraborg 3 í Kópavogi (aðkoma að norðanverðu, frá Skeljabrekku/Hamrabrekku). Opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 15.00 – 18.00.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com