FullSizeRender

Annabelle von Girsewald – Curatorial guest programme lecture in SIM gallery

(English below)

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar í samstarfi við Samband íslenskra myndlistamanna bjóða til fyrirlestra alþjóðlegra sýningarstjóra, svo styðja og stuðli megi að öflugu tengslaneti íslenskrar myndlistarsenu við erlenda sýningarstjóra sem starfa á alþjóðlegum vettvangi.

Annabelle von Girsewald er fyrsti gestur ársins, hún er fædd árið 1972 í Bandaríkjunum en starfar sem sýningarstjóri í Berlín. Annabelle býr yfir starfsreynslu fyrir söfn og gallerí í Frankfurt við Main, London og Berlín. Árið 2005 byrjaði hún að vinna með þemað ,,heima.” Hennar fræðilegu ,,heima” þema sýningar hófust árið 2005 í Frankfurt við Main og var sú fyrsta hluti af þríleik sýninga í íbúð hennar í Frankfurt við Main, Home is where the Heart is, Home is where the Hurt is, and Homing Desire. Sú sýningarsería á uppruna sinn í sumarskóla Rosi Braidotti, NOI♀SE í Utrecht. Áhugi Annabelle á rannsóknum sameinar ýmist sýningarstjórnunaraðferðir, sýningarhönnun og arkitektúr safna. Sýningarstörf hennar eru þar að auki undir áhrifum frá Hans Ulrich Obrist sem hún hefur átt í samstarfi við og sömuleiðis frá doktorsverkefnis rannsóknum hennar á Frederick Kiesler.

Annabelle er útskrifuð með BA gráðu frá University of Wisconsin Milwaukee í kvennafræðum og listasögu. Hún lauk mastersgráðu í amerískum fræðum og raunvísindalegri menningarfræði við University of Tübingen, Þýskalandi. Á árunum 1998 og 1999 nam hún við sumarskóla NOI♀SE í Turku/ Åbo og í Utrecht. MA verkefni hennar, Gendered Images on Display. Staging Body and Identity at the Love Parade sem framkvæmt var í Berlín árið 2000 varð til út frá rannsóknarverkefninu Tanzlust við Ludwig-Uhland Institute í Þýskalandi. Árið 2006 var Annabelle hluti af doktorsverkefni við London Consortium, samstarfsverkefni við Birkbeck College, Architectural Association, ICA, Science Museum og Tate Gallery.

Sem stendur vinnur hún að verkefnum með íslensku listamönnunum Hreini Friðfinnssyni, Styrmi Erni Guðmundssyni og Agli Sæbjörnssyni.

Annabelle mun kynna fyrri verkefni sín og þemað ,,heima” sem hún hefur unnið mikið með. Fyrirlesturinn mun eiga sér stað í húsakynnum SÍM í Hafnarstræti 16, miðvikudaginn 25. janúar kl. 20.00.

Fyrirlesturinn mun fara fram á ensku og er opinn öllum.

Viðburðurinn á Facebook.

//

The Icelandic Art Center in collaboration with the Association of Icelandic Artists support the network of Icelandic contemporary art professionals by inviting international art professionals and curators to visit Iceland. Every guest has a tailor made program based on their specific interest within the arts.

 

Annabelle von Girsewald is the first guest of the program this year. Von Girsewald born 1972 in the USA is an exhibition maker based in Berlin. She has worked for museums and galleries in Frankfurt at Main, London and Berlin. Her academic ‘home’ themed shows started in 2005 in Frankfurt at Main. This first being a trilogy of exhibitions in her apartment in Frankfurt am Main Home is where the Heart is, Home is where the Hurt is, and Homing Desire. This series was inspired by Rosi Braidotti’s summer school NOI♀SE in Utrecht. Research interests lie between curatorial methods, exhibition design and museum architecture. Her curatorial practice has been further influenced by studying and working for Hans Ulrich Obrist and by her PhD research on Frederick Kiesler.

Annabelle von Girsewald graduated with a BA from the University of Wisconsin Milwaukee in Women’s Studies and Art History. Her MA education in American Studies and Empirische Kulturwissenschaft took place at the University of Tübingen, Germany. In 1998 and 1999 she was a student at the NOI♀SE summer school in Turku/ Åbo and in Utrecht. Her MA thesis, Gendered Images on Display. Staging Body and Identity at the Love Parade, Berlin 2000 culminated out of the research project “Tanzlust” at the Ludwig-Uhland Institute. In 2006 she was a PhD candidate at the London Consortium a collaborative program with Birkbeck College, Architectural Association, ICA, Science Museum and Tate Gallery.

Currently she is working on projects with Hreinn Fridfinnsson, Styrmir Örn Gundmundsson, Egill Saebjörnsson in Germany and in other European cities.

Von Girsewald will have a lecture where she will introduce her previous work based on the theme of the ‘home’. The lecture will take place at the Association of Icelandic Artists in Hafnarstræti 16, Wednesday 25 January at 20:00.

The lecture is in English and is open to all.

The event on Facebook.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com