Untitled 2

Anna Þóra Karlsdóttir sýnir í Heimilisiðnaðarsafninu Blönduósi

Sýningin Vinjar  í Heimilisiðnaðarsafninu Blönduósi í sumar.
Orðabókarþýðing á orðinu vin – fleirtala vinjar – er hagi, engi, gróinn blettur í eyðimörk.
Segja má að þessi sýning sé beint framald tveggja síðustu einkasýninga Önnu Þóru Karlsdóttur, sýninganna Rjóður 2002 og Fljúgandi hundar 2013

Yrkisefnið er enn sem fyrr náttúran og lífsbaráttan og efniviðurinn tog og þel íslensku ullarinnar. Anna Þóra notar náttúrulega liti og áferð ullarinnar ásamt með litaðri ull. Þetta er líkt og listmálari gerir sem blandar liti sína og dregur pensilstrokur. Væta og þæfing bindur efnið saman og myndar litbrigði og áferð.

Sýningin verður opin alla daga í Heimilisiðnaðarsafninu Blönduósi frá 1. júní – 31. ágúst.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com