Gudjonsdottir

Anna Guðjónsdóttir heldur opinn fyrirlestur í Listaháskólanum

Föstudaginn 8. mars kl. 13.00 mun Anna Guðjónsdóttir halda opinn fyrirlestur um verk sín og vinnuaðferðir í fyrirlestrarsal Listaháskólans að Laugarnesvegi 91.

Anna Guðjónsdóttir mun tala um feril og þróun verka sinna innan samhengis myndlistar og menningar, en einnig útfrá eigin lífsspeki.

Anna Guðjónsdóttir (f. 1958) er fædd og uppalin í Reykjavík. Eftir tveggja ára nám í höggmyndadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands fór hún til Þýskalands í myndlistarnám við Listaháskóla Hamborgar þaðan sem hún brautskráðist árið 1992. Anna hefur hlotið margvísleg verðlaun á alþjóðavettvangi fyrir myndlist sína. Hún hefur haldið sýningar víðs vegar um heim. Einkasýning hennar  “pars pro toto/hluti í stað heildar” í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, var opnuð 21. febrúar og er opin til 19. maí 2019. Anna er búsett í Hamborg en er alltaf með annan fótinn hér á landi.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Facebook viðburður.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com