Anna Eyjólfsdóttir

Ég heiti Anna Eyjólfsdóttir, er myndlistarmaður og vinn aðallega með innsetningar og skúlptúr. Nú býð ég mig fram til formanns SÍM – Samband íslenskra myndlistarmanna á komandi aðalfundi 26. maí 2018.

Jafnframt því að stunda eigin myndlist hef ég unnið að málum myndlistarmanna í langan tíma.

Ég var formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík árin 1997-2004 og hef starfað í ýmsum opinberum nefndum og ráðum fyrir stjórn SÍM og Myndhöggvarafélagsins í mörg ár. Þess utan hef ég talsverða reynslu af skipulagningu myndlistarsýninga, hef verið sýngarstjóri og hef staðið að útgáfu nokkura myndlistarbóka. Ég var ein af stofnendum Start Art gallerís, og einnig Akademíu skynjunarinnar.

Ég vann samfellt við myndlistarkennslu árin 1991-2001, fyrst í Myndlista – og handíðaskóla Íslands, þar sem ég var deildarstjóri, og í beinu framhaldi deildarstjóri í Listaháskóla Íslands. Á þeim tíma var ég formaður kennarafélags MHÍ og barðist fyrir bættum launa- og réttindamálum myndlistarkennara.

Ég er félagi í SÍM, Myndhöggvarafélaginu og félagi Nýlistasafnsins. Varðandi sýningar á verkum mínum þá hafa þau verið sýnd á yfir 20 einkasýningum og ríflega fimmtíu samsýningum, hér heima og erlendis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com