Anersaaq Eyrarbakki Projections On The Wal

ANERSAAQ Í Listasafni Árnesinga 1.-9. ágú

ANERSAAQ er grænlenska og þýðir andi en er líka heiti á margmiðlunarverkefni listahópsins TURA YA MOYA, hóps sem samanstendur af norrænum og grænlenskum listamönnum. Listrænn stjórnanndi er myndlistarmaðurinn Karen Thastrum ásamt tónlistarmanninum Udo Erdenreich. Um er að ræða margmiðlunarverkefni með það að markmiði að varpa ljósa- og hljóð listaverki út í almannarými. Það er með aðsetur í bláum 20 feta gámi sem ferjaður er um norðurslóðir með viðkomu í smærri byggðum í norður-Noregi, Íslandi, Grænlandi og Danmörku. Bæði Karen og Udo fylgja verkefninu eftir hingað og með þeim í för er einnig grænlenski listamaðurinn Mia Lindenhann. Fjölmargir aðrir listamenn hafa líka lagt verkefninu lið og má þar nefna myndlistarmennina Jeanette Land Schou frá Danmörku, Maria Gradin og Anders Sunna frá Svíþjóð, Harald Bodøgaard frá Noregi og Julia Pars frá Grænlandi. Einnigefur tónlistarmaðurinn Silbat Kuitse frá Grænlandi og börn og ungmenni frá Noregi og Grænlandi lagt verkefninu lið.

 
Listasmiðjur eru haldnar með börnum í tenglsum við verkefnið og listamennirnir færa síðan hluta þess í margmiðlunarbúning ásamt efni frá samstarfssöfnunum. Á þann hátt bætist stöðugt efni við listaverkið sem verður að lokum bræðingur af anda hvers staðar.

 
Tengiliður þessa samstarfs hér á landi er Byggðasafn Árnesinga á Eyrarbakka en það hefur einnig fengið sér til samstarfs Héraðskjalasafn Árnesinga á Selfossi og Listasafn Árnesinga í Hveragerði. Hér á landi er verkefnið styrkt af Safnaráði, Uppbyggingasjóði Suðurlands og JÁVerki auk þess að fá ómetanlegan stuðning frá Eimskip. Verkefnið á alþjóðavísu er styrkt m.a. af Kulturkontakt Nord og NAPA.

 
Formleg opnunarhátíð verkefnisins hér á landi fór fram í Húsinu á Eyrarbakka sl. fimmtudag og 29. og 30. ágúst er varpað úr gámnum á húsnæði Hérðasskjalasafnsins á Selfossi og fimmtudaginn 1. september verður opnun í Listasafni Árnesinga kl. 21:00 þar sem verkefnið verður kynnt og lifandi tónlist í boði.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com