örnámskeið

Andlitsteikning |Örnámskeið

Borgarbókasafn | Menningarhús Árbæ
Fimmtudaginn 11. apríl kl. 17:00-18:30

Kristín Arngrímsdóttir kennir grunnatriði í andlitsteikningu. Farið verður yfir skýringarmynd sem sýnir hlutföll í andliti og mismunandi höfuðform. Hlutföllin verða skoðuð og síðan æfð teikning í samræmi við það.

Ekki er krafist undirbúnings og allir velkomnir sem áhuga hafa á að spreyta sig í teikningu. Allt efni á staðnum.

Kristín er með teiknikennarapróf frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og meistarapróf frá Englandi.

Nánar um viðburðinn má sjá hér

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com