Jello New Cropped 3

Andartak í gallerí vest – Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Habby Osk 13.07

A N D A R T A K

Gallerí Vest

Hagamel 67

Sýningin stendur yfir frá 14. júlí til 17. júlí – opið frá 13:00 til 17:00

Opnun fimmtudaginn 13. júlí kl 18:00 til 21:00

Verið velkomin á opnun sýningarinnar A N D A R T A K fimmtudaginn 13. júlí klukkan 18:00 til 21:00 í Gallerí Vest.

Habby Osk og Jóna Hlíf sýna ný verk, ljósmyndir, textaverk, veggverk og skúlptúra. Titill sýningarinnar vísa til verkanna sem þar verða til sýnis, en einnig hversu skammur lífaldur sýningarinnar verður.

– – –

Habby Osk býr og starfar sem myndlistarkona í New York. Hún hefur unnið með ýmsa miðla og blandar þeim gjarnan saman í verkum sínum, til að mynda með samspili skúlptúra og ljósmynda af þeim. Hún vinnur með þemu líkt og varanleika, jafnvægi, tíma, hreyfingu og andhverfur þeirra. Í verkum hennar er gjarnan lögð áherslu á samspil ólíkra efna, þar sem hörð efni svo sem viður og mýkri efni á borð við hlaup eða vax styðja hvort annað. Sameining þeirra undirspeglar hversu lítt varanleg eða brothætt tímabil geta verið, og hversu næm veröldin getur verið fyrir breytingu. Yfirvofandi eyðilegging í sumum ljósmyndanna varpar einnig ljósi á kyrrðina á því andartaki sem myndin grípur.

Habbby útskrifaðist frá AKI ArtEz Institute of the Arts í Enschede í Hollandi 2006 og School of Visual Arts í New York 2009. Hún hefur haldið einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum, tekið þátt í samsýningum víðsvegar um heiminn og gestavinnustofum. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu hennar: habbyosk.com

– – –

Jóna Hlíf býr og starfar í Reykjavík. Hún vinnur einnig með marga miðla, en textaverk, ljósmyndaverk og skúlptúrar hafa verið kjarni myndlistar hennar undanfarin ár. Í nýjustu verkum hennar er fjallað um tímann og varanleika, breytingar og tungumálið. Hún kannar oft samspil texta og efnis í verkum, til að mynda að því er varanleika þess miðils sem hún vinnur með hvert skipti. Litir og það óorðaða kann einnig að vera til umfjöllunar í verkunum.

Jóna Hlíf lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA-gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2012. Samhliða listsköpun starfar Jóna Hlíf sem formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og er stundakennari hjá LHÍ og Myndlistarskólanum á Akureyri. Hún hefur sýnt verk sín hér heima og erlendis, en meiri upplýsingar um verk Jónu Hlífar er að finna á heimasíðunni jonahlif.is.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com