Anarkía listasalur – opnun sýningar Ragnheiðar Guðmundsdóttur – Vefir.

IMG_1695-2

 

 Anarkía listasalur

 

Laugardaginn 2. maí 2015 opna tvær einkasýningar í Anarkíu listasal, Hamraborg 3 í Kópavogi,  en það eru listakonurnar Ragnheiður Guðmundsdóttir og Ólöf Björg Björnsdóttir sem sýna.  Sýningarnaropnunin er frá kl. 15-18.  Sýningin er opin daglega frá 15 til 18 og 14 til 18 um helgar (lokað mánudaga) og stendur til 24. maí

 

Vefir : Ragnheiður Guðmundsdóttir

 

Myndverk Ragnheiðar eru um margt einstök ,bæði í áferð og efnistökum.  Hún vinnur með olíu, vax, grisju,  o.fl. sem skapar sérstakan heim áferðar.  Einnig notast hún oft við texta ýmist sprottið frá hennar eigin hugleiðingum um lífið eða það sem vekur áhuga hennar við lestur og þá einkum efni er varða líkama, huga og sál.

 

Meginstef sýningarinnar er hvernig tilfinningar hafa áhrif á líkamlegt ástand eða eins og hún segir sjálf: “Manneskjan er heill heimur út af fyrir sig þar sem tilfinningar, hugur, líkami og sál tengjast órjúfanlegum böndum og allt hefur áhrif hvort á annað, eins og vefur.   Ég trú því að listaverk hafi heilunarmátt bæði á listamanninn sjálfan og umhverfi hans og ég nálgast listina með þessu hugarfari. Verkin eru unnin á krossvið og pappír með blandaðri tækni.

 

Ragnheiður útskrifaðist úr LHÍ árið 2000.  Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og er þetta fjórða einkasýning hennar.

 

 

 

 

 

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com