IMG 1326 (1)

Anarkía býður til útgáfuteitis

Anarkía er hópur myndlistarmanna sem reka saman sýningarsal að Hamraborg 3 A. Félagarnir eru á öllum aldri með ólíkan bakgrunn, en eiga það sameiginlegt að vilja koma list sinni á framfæri á eigin forsendum. Anarkía var sett á laggirnar árið 2013 til að skapa þekktum og óþekktum listamönnum vettvang til að koma saman, sýna og skapa í samvinnu við unnendur lifandi listtjáningar.

Út er komin bók sem segir sögu félagsins og kynnir gamla og nýja félagsmenn Anarkíu. Bókin endurspeglar þá miklu grósku sem ræður för í frjálsum samtökum sem þessum þar sem listfákurinn fær að sýna allar sínar kúnstir en stendur ekki tjóðraður á bás viðtekinna skoðana og grunnmúraðra kenninga. Anarkía Listasalur býður þess vegna til útgáfuteitis miðvikudaginn 12 apríl n.k. kl 16-18 að Hamraborg 3a Kópavogi.  Boðið verður uppá léttar veitingar.

Í húsinu sýna þær Jóhanna V Þórhallsdóttir og Eilíf Ragnheiður þessa dagana, sýningarnar M-I og Nekt og nærvera. Opið er í Anarkíu alla daga páska kl 15-18.  Gjörninar og vöfflukaffi á föstudaginn langa og einnig verður opið páskadag og annan í páskum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com