First Mosque 26.4

Ályktun í tengslum við lokun íslenska skálans í Feneyjum – Stjórn BÍL – Bandalags íslenskra listamanna

bil-headerlogo4

 

Reykjavík 22. júní 2015

 

Stjórn BÍL – Bandalags íslenskra listamanna ályktar í tilefni af lokun íslenska skálans á Feneyja-tvíæringnum og tekur undir með með SÍM – Samtökum íslenskra myndlistarmanna um nauðsyn þess að íslensk stjórnvöld bregðist við og fái skálann opnaðan á ný hið allra fyrsta.

Aðdragandi þess að skálanum var lokað er rakinn í meðfylgjandi greinargerð og eru þær upplýsingar komnar frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, sem hefur umsjón með framlagi Íslands til Feneyjatvíæringsins.

Stjórn BÍL telur að lögregluyfirvöld í Feneyjum hafi farið út fyrir valdsvið sitt þegar skálanum var lokað og að íslensk stjórnvöld þurfi að bregðist við til að fá skálann opnaðan að nýju. Þar þarf að koma til sameiginlegt átak utanríkisráðherra Gunnars Braga Sveinssonar og mennta- og menningarmálaráðherra Illuga Gunnarssonar, enda varðar málið samskipti milli ríkja og því nauðsynlegt að utanríkisráðuneytið beiti sér í málinu.

Stjórn BÍL lítur svo á að með lokun skálans sé vegið að tjáningarfrelsi listamannsins Christoph Büchel og í ljósi þess að tjáningarfrelsið er verndað samkvæmt stjórnarskrá og í alþjóðlegum mannréttindasamningum sem Ísland er aðili að, sé það hlutverk íslenskra stjórnvalda að bregðast við þegar að því er vegið með þeim hætti sem hér um ræðir.

 

Greinargerð:

 

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM) sendi fjölmiðlum eftirfarandi upplýsingar (27. maí sl.) þar sem leiðréttar voru villandi upplýsingar um lokun Moskunnar, íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum. Stjórn BÍL telur mikilvægt að undirstrika þau sjónarmið sem hér koma fram:

 

1.

Fulltrúar Feneyjatvíæringsins hafa veitt upplýsingar um með hvaða hætti þeir hafi stutt íslenska skálann og Moskuna gagnvart embættismönnum borgarinnar. Starfsmaður kynningarskrifstofu tvíæringsins hélt því fram í skriflegri yfirlýsingu til fjölmiðla að fulltrúar frá tvíæringnum hafi setið „ótal fundi með borgaryfirvöldum og fulltrúum frá íslenska skálanum og á þeim unnið ötullega að því að finna lausn sem myndi gera það mögulegt að íslenski skálinn fengi að starfa með eðlilegum hætti.“

 

Leiðrétting:

Einn fulltrúi Feneyjatvíæringsins (ásamt lögfræðingi frá tvíæringnum) sat einungis tvo fundi fulltrúa íslenska skálans og borgaryfirvalda; annar þessara funda var haldinn á skrifstofu embættis sýslumanns í Feneyjum þann 21. apríl 2015 og hinn fundurinn var haldinn á skrifstofu borgarstjórnar Feneyja þann 6. maí 2015, tveimur dögum fyrir opnun skálans.

– Á þessum fundum samsinnti fulltrúi tvíæringsins kröfum borgaryfirvalda um að ritskoða bæri þann hluta sýningarinnar sem fyrirhugaður var utan á skálanum, þar á meðal tillögur um arabískar og ítalskar áletranir (s.s. orðið „misericordia“ sem merkir miskunn eða vægð) sem embættismenn borgarinnar héldu fram að almenningi gæti staðið  ógn af. Fulltrúi Feneyjatvíæringsins tók einnig undir þá skoðun embættismanna borgarinnar að samfélagi múslima bæri að hætta virkri þátttöku sinni í verkefninu til að þar yrði aðeins um „hefðbundna“ myndlistarsýningu að ræða.

 

2.

Á undanförnum vikum hafa borgaryfirvöld í Feneyjum haldið því fram opinberlega að kirkjan Santa Maria della Misericordia sé helgur staður.

 

Leiðrétting:

Gögn sem KÍM hefur látið borgaryfirvöldum í té sýna glögglega að kirkjan er í einkaeigu og var formlega afhelguð – og þar með ætluð til almennra nota – árið 1973 af þáverandi patríarka Feneyja, Albino Luciani (sem síðar varð Jóhannes Páll páfi fyrsti). KÍM leigði kirkjuna af núverandi eiganda hennar sérstaklega í þeim tilgangi að hýsa þetta tiltekna sýningarverkefni, Moskuna, í íslenska skálanum á sýningartíma tvíæringsins.

 

3.

Því hefur verið haldið fram að starfsemi Moskunnar á þessum stað, í Santa Maria della Misericordia-kirkjunni, brjóti í bága við skipulagslög borgarinnar.

 

Leiðrétting:

Á heimasíðu Feneyjaborgar (http://sit.comune.venezia.it/cartanet/) er kirkjan Santa Maria della Misericordia skráð sem „Unità edilizia speciale preottocentesca a struttura unitaria“ (þ.e. í svonefndum SU-flokki). Samkvæmt reglugerðum borgarskipulags Feneyjaborgar er heimilt að nota byggingar í SU-flokki sem „söfn, sýningarrými, bókasöfn, skjalasöfn, aðstöðu fyrir samtök, leikhús, félagsmiðstöðvar, stað fyrir trúariðkun, að því gefnu að öll byggingin sé notuð í einum af áðurnefndum tilgangi eingöngu eða að mestum hluta, og þar sem önnur notkun er viðbótar- og/eða hliðarstarfsemi.“

– Ljóst er af þessum upplýsingum frá Feneyjaborg að kirkjan sem KÍM leigir undir skálann samræmist fyllilega skilgreiningu á byggingu í SU-flokki sem sýningarrými og félagsmiðstöð, sem einnig má nota til trúariðkunar. Þrátt fyrir fullyrðingar sem yfirvöld Feneyjaborgar og aðrir hafa sent til fjölmiðla hefur KÍM í einu og öllu fylgt lögum og reglum við notkun Santa Maria della Misericordia-kirkjunnar fyrir íslenska skálann.

 

4.

Þrátt fyrir að KÍM hafi fært sönnur á lögmæti sýningarverkefnis íslenska skálans og þannig svarað öllum fullyrðingum Feneyjaborgar um að ekki hafi verið farið eftir lögum og reglum hafa fulltrúar borgarinnar komið fram með nýjar fullyrðingar annars eðlis: t.d. um fjölda gesta inni í íslenska skálanum. Að undanförnu hafa borgaryfirvöld haldið því fram – og notað sem réttlætingu fyrir lokun skálans – að fjöldi gesta inni í íslenska skálanum hafi á ákveðnum tímum hafi farið yfir leyfileg mörk.

 

Leiðrétting:

Þó athygli almennings að listviðburðum sé lofsverð er KÍM sammála því að fjöldatakmarkanir þurfi að vera við lýði af öryggisástæðum. Starfsfólk skálans hefur fylgst verið samviskusamlega með gestafjöldi í byggingunni og eftir opnunardaginn hefur tala þeirra aldrei farið yfir 100 í einu.

– Á meðan á opnunarathöfn skálans stóð voru vissulega fleiri en 100 manns inni í skálanum í einu, en slík undantekning er í fullu samræmi við reglur. Á opnunarathöfnum eru gerðar undanþágur frá fjöldatakmörkunum og slík frávik hafa verið látin viðgangast án athugasemda við opnun annarra þjóðarskála tvíæringsins í ár.

 

5.

Borgaryfirvöld í Feneyjum hafa haldið því fram við fjölmiðla að KÍM og listamaðurinn sem er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum hafi ekki komið upplýsingum um Moskuna á framfæri við borgina eða tvíæringinn með tilskildum fyrirvara.

 

Leiðrétting:

KÍM kynnti verkefnið fyrir fulltrúum Feneyjatvíæringsins á fundum í janúar og febrúar sl. og skilaði jafnframt inn nákvæmri verkefnislýsingu á Moskunni í janúar sl., bæði til fulltrúa tvíæringsins og til Don Gianmatteo Caputo, menningarfulltrúa patríarksins í Feneyjum. Sama verkefnislýsing var jafnframt send á sama atíma til opinbers fulltrúa starfandi borgarstjóra Feneyja, Vittorio Zappalorto. Upplýsingar um Moskuna og eðli sýningarverkefnisins voru því borgaryfirvöldum, tvíæringnum og kirkjunni að fullu kunnar, og KÍM lagði sig fram um tryggja að allar upplýsingar væru uppi á borðum í öllu ferlinu.

 

Þann 26. febrúar 2015 fékk KÍM síðan sendar ábendingar frá Feneyjatvíæringnum þar sem fram kom að endurskoða þyrfti hugmynd listamannsins að tímabundinni mosku utandyra, sem hluta af verkefninu í heild, þar sem „yfirvöld hafi ekki samþykkt verkefnið af öryggisástæðum. Yfirvöld lögðu til að fundinn yrði annar og lokaður staður (fyrir verkefnið).“

– Í kjölfar þessara ábendinga fann KÍM einmitt slíkan stað; Santa Maria della Misericordia-kirkjuna í Cannaregio.

 

Vegna annarra fullyrðinga í fjölmiðlum um málið áréttaði KÍM eftirfarandi atriði:

 

6.

Gestum Moskunnar er hvorki skylt að fara úr skóm né hylja höfuð sitt með slæðu. Sem hluti af sýningunni og innsetningunni og til að virða hreinlæti staðarins, er hins vegar inni í sýningarskálanum skilti þar sem lagt er til að gestir fari úr skóm, sem hluta af upplifun sinni af innsetningunni. Jafnframt er boðið upp á slæður fyrir þá sem vilja, og er notkun þeirra valfrjáls.

– Það er því algjörlega undir gestum komið hvort þeir fari úr skóm eða noti slæður í heimsókn sinni í íslenska sýningarskálann.

 

 

7.

Moskan er listaverk eftir listamanninn Christoph Büchel, sem búsettur er á Íslandi, og var tilnefnt af KÍM til að taka þátt í 56. Feneyjatvíæringnum. Innsetningin er listaverk og fullyrðingar um að svo sé ekki eru rangar. Skoðanir um listræn verkefni geta eðli málsins samkvæmt verið misjafnar og eru gestir hvattir til þess að mynda sér sjálfstæða skoðun á listaverkinu, en slík tjáning er einmitt mikilvægur hluti af verkefninu.

– En skoðanir eru ekki staðreyndir.

 

8.

Lokun Moskunnar, íslenska skálans á 56. Feneyjatvíæringnum, var einhliða ákvörðun feneyskra yfirvalda sem halda því statt og stöðugt fram að Moskan sé ekki listsýning heldur staður fyrir trúariðkun og að KÍM ætti því að sækja um leyfi til að starfrækja tilbeiðslustað (en slík leyfi eru veitt eftir öðrum reglum).

– KÍM hafnar þessari skilgreiningu borgaryfirvalda alfarið og ítrekar að innsetningin er tímabundin myndlistarsýning og framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins 2015.

 

 

———————————————————

 

bil-headerlogo4

 

 

 

Reykjavík June 22nd 2015

 

The Board of BIL – The Federation of Icelandic artists has passed a resolution on the closing of the Icelandic Pavilion of the Biennale di Venezia and concurs with SIM – The association of Icelandic visual Artists about the urgent need for a response from Icelandic authorities in order to reopen the Pavilion as soon as possible.

The events leading up to the closing of the Pavilion are described in the following statement, based on information from The Icelandic Art Center (IAC), which oversees the Icelandic contribution to the Biennale.

The Board of BIL considers the Venetian police to have overstepped their authority in the closing of the Pavilion and urges the Icelandic government to ensure the reopening of the Pavilion. That calls for a concerted response from both The Foreign Minister Gunnar Bragi Sveinsson and The Minister of Culture and Education Illugi Gunnarsson, as the case involves international relations and therefore calls for the intervention of the Foreign Ministry.

The Board of BIL contends that the closing of the Pavilion violated the freedom of expression of artist Christoph Büchel and as freedom of expression is a constitutional right in Iceland, as well as guaranteed in many international human rights treaties that Iceland is a party to, the Icelandic authorities have an obligation to respond to violations of that right, as is the case here.

 

 

Explanatory statement:

The Icelandic Art Center (IAC) wishes to correct some of the information provided by others to and reported by the press about THE MOSQUE, the Icelandic Pavilion of the 56th Biennale di Venezia, that IAC considers incorrect:

 

  1. Representatives of La Biennale di Venezia have provided information on the Biennale’s advocacy on behalf of the Icelandic Pavilion and THE MOSQUE project with officials of the City of Venice. A member of the Biennale’s communications staff claimed in a written statement to press that Biennale officials attended “countless meetings between the local authorities and the representatives of the Icelandic pavilion, actively working towards finding a solution that would make it possible to activate the Icelandic pavilion.”

Correction:
One Biennale official (accompanied by the lawyer of the Biennale) participated in only two meetings between representatives of the Icelandic Pavilion project and officials of the City; one of these meetings was held in the Venice Prefettura on the 21st of April 2015 and the second in the Venice Commune headquarters on the 6th May 2015, two days before the opening of the Pavilion.

– During those meetings the Biennale representative agreed with City officials’ demands to censor design elements proposed for the exterior of the Pavilion, including Arabic or Italian inscriptions (i.e., “Mercy” and “Misericordia”) that the officials insisted would constitute a public threat. The Biennale official likewise supported officials’ opinion that the Muslim Community should cease its active involvement in this work of art in favor of creating a conventional visual art exhibition.

  1. In recent weeks, Venice City officials have in public statements alleged that the Church of Santa Maria della Misericordia is a consecrated site.

Correction:
Documents provided by the IAC to City officials clearly show that the Church is privately owned and was officially deconsecrated for “profane use” in 1973 by then-Patriarch of Venice Albino Luciani (later Pope John Paul I). The Church was rented from its current owner by the IAC specifically to house the Icelandic Pavilion during the full course of the Biennale for presenting our exhibition THE MOSQUE.

  1. Claims have been made that zoning laws prohibit the activities of THE MOSQUE at this venue, the Church of Santa Maria della Misericordia.

Correction:
According to information appearing on the website of the City of Venice (http://sit.comune.venezia.it/cartanet/), the Church of Santa Maria della Misericordia is classified as “Unità edilizia speciale preottocentesca a struttura unitaria” (type SU). According to zoning regulations of the Old City of Venice, buildings designated as SU can be used as “Museums; exhibition venues; libraries; archives; association facilities; theaters; community places; religious facilities, provided that the entire building unit is used as one of the aforementioned uses exclusively or overwhelmingly, with one or more other uses occurring as auxiliary and/or complementary use.”

– It is evident from this information provided by the City of Venice that the Church building being rented by IAC is compatible with the SU designation for an exhibition venue and community use, and even for activities of worship. In spite of claims made by the City and others to the press, the IAC has fully adhered to the letter of the law in the way the Church of Santa Maria della Misericordia is being used as the Icelandic Pavilion to present the exhibition THE MOSQUE.

  1. Although the IAC has produced proof of the legitimacy of its project in response to each previous claim made by the City, new claims from officials are focused upon a new issue: the number of visitors inside the Icelandic Pavilion. In the last several days, the City has announced – and used as justification for closing the Pavilion – that the number of visitors at the Icelandic Pavilion at given times has exceeded legal limits.

Correction:
While public attention to art events is laudable, the IAC agrees that there must be occupancy regulations for reasons of safety. However, occupancy of the Pavilion has been tracked consistently by staff and has, after the opening day, never gone above 100 people at one time.

– During the opening dedication celebration and inauguration events there were certainly more than 100 people allowed inside the building – an exception that was in full compliance with the law. During official inaugurations, exceptions are made for occupancy, and indeed such exceptions have been made for inaugural events at many of the other national pavilions of the Biennale this year.

  1. City of Venice officials’ have made claims to press that the IAC and the Pavilion’s artist failed to provide advance information about THE MOSQUE project to them and/or officials of the Biennale.

Correction:
In January and February the IAC explained the project in personal meetings and submitted a detailed description of THE MOSQUE project to officials of La Biennale, and in January 2015 also to Don Gianmatteo Caputo, the cultural representative of the Patriarch of Venice. The same description was submitted in January 2015 to the official representative of acting Venice Mayor Commissario Vittorio Zappalorto. The nature and details of THE MOSQUE project were thus not concealed in any way and were fully known to City, Biennale, and Church officials, and the IAC was transparent throughout the process.

– In fact, on the 26th of February 2015, the IAC received an advisory from La Biennale informing IAC that the artist’s concept for a temporary outdoor mosque as an element of the overall project needed to be refined, stating that “public authorities have not accept[sic] the project for safety reasons. They suggested to find a private and close[sic] space.”

– With this advisory in mind, the IAC sought out and secured just such a space – the Church of Santa Maria della Misericordia in Cannaregio.

Regarding other statements made to and reported widely by the press the IAC would like to point out the following:

  1. Visitors to THE MOSQUE project are NOT required to remove their shoes nor cover their heads with veils. Inside the exhibition in the Pavilion there is a sign SUGGESTING that visitors remove shoes as a part of the exhibition and the installation, and as a way to respect the cleanliness of the site. Veils are provided for OPTIONAL use by anyone wishing to use them. It is entirely left up to visitors to choose whether to remove or wear their shoes, and whether to try wearing a veil.
  2. THE MOSQUE is an art project initiated by Iceland-based artist Christoph Büchel, who was commissioned by the Icelandic Art Center to take part in the 56th Biennale di Venezia. The installation is a work of art and claims to the contrary are misleading. Opinions about the art are invited and encouraged, and indeed their expression is part and parcel of THE MOSQUE project concept. But opinions are not facts.
  3. The closing of THE MOSQUE, the Icelandic Pavilion of the 56th Biennale di Venezia, was a decision of Venetian officials that seem to continue to claim that the Mosque is not an art exhibition but a place of worship and that the IAC should consequently apply for a permission to open a place of worship.

– The IAC must reject this definition, and reiterate that the installation is a temporary work of art as it is the contribution of Iceland in the international exhibition in the Icelandic Pavilion.

The Icelandic Art Center will pursue actively the re-opening of the Icelandic Pavilion of the Biennale di Venezia, and report its findings and recommendations to the Icelandic Ministry of Education, Science and Culture.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com