17028973 10210188338963555 440906182 N

Alþýðuhúsið á Siglufirði: SKAFL

3. – 5. mars SKAFL

Skafl er tilraunaverkefni sem fram fer í fyrsta sinn helgina 3. – 5. mars.
Þar koma saman nokkrir kraftmiklir lista- og leikmenn sem hafa sérstakan áhuga á snjó og hafa jafnvel unnið með hann í verkum sínum. Eins og gefur að skilja eru snjóskaflar alla jafna orðnir ansi háir við umferðagötur á Siglufirði í mars, og er meiningin að kanna möguleika skaflanna sem uppsprettu listaverka.

Dagskráin verður sem hér segir:
Föstudag 3. mars kl. 14.00 – 18.00 verður unnið í og með snjóinn á gamla fótboltavellinum á Siglufirði sem Alþýðuhúsið stendur við.
Laugardag 4. mars kl. 14.00 – 18.00 opnar Hrafnkell Sigurðsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu.
Laugardag 4. mars kl. 15.00 – 18.00 verður sýning og uppákomur á gamla fótboltavellinum og við Alþýðuhúsið.
Sunnudag 5. mars kl. 14.30 – 15.30 sjá Örlygur Kristfinnsson og Jón Laxdal um sunnudagskaffi með skapandi fólki.
Kaffi, kakó og meðlæti í boði. Allir velkomnir.

Þátttakendur í SKAFLI 2017 eru:
Brák Jónsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Jan Voss, Aðalsteinn Þórsson, Arna Guðný Valsdóttir, Örlygur Kristfinnsson, Jón Laxdal, Jónína Björg Helgadóttir, Michael Coppelov, J Pasila, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Valur Þór Hilmarsson.

Aðalheiður hlaut menningarstyrk frá Eyrarrósinni nú um daginn, og aðrir styrktaraðilar menningarstarfsins í Alþýðuhúsinu eru Fjallabyggð, Eyþing/uppbyggingarsjóður, Fisk kompaníið og Egilssíld.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com