RJ2

Alþýðuhúsið á Siglufirði – Sýningaropnun 9. nóvember í Kompunni

Laugardaginn 9. Nóvember kl. 15.00 opnar Ragnhildur Jóhanns sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirið sem ber yfirskriftina Hvílist mjúklega.

Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 – 17.00 til 24. nóvember

Hvílist mjúklega – Ragnhildur Jóhanns 

Málverkaserían “Hvílist mjúklega” sem byggð er á samnefndum pistlum sem birtust í tímaritinu Frúin sumarið 1962. Téðir pistlar eru úrdrættir úr bók frúarinnar Ingrid Prahm sem var kunnur leikfimis- og afslöppunarsérfræðingur á þeim tíma, eins og það er orðað í tímaritinu. Hún skrifaði bók um æfingarkerfið sem byggir á viðbrögðum dýra sem hún segir kunna þá list að slaka fullkomlega á vöðvum sínum þegar þau hvílast. Við æfingarnar er notaður húllahringur og reynt er að apa eftir dýrunum í hinum ýmsu stellingum til þess að ná hinni fullkomnu slökun. 

Ingrid Prahm tekst svo snilldar vel að búa til mjög ljóðrænt og fallegt æfingakerfi. Hún er að kenna konum að æfa sig, líta betur út en á sama tíma að vera afslappaðar. 

Bio 

Ragnhildur Jóhanns (f.1977) býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga bæði hér heima sem og erlendis síðan hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Ragnhildur leggur áherslu á tungumálið og lestur í listsköpun sinni þar sem hún leitast við að skapa sjónræn ljóð í formi skúlptúra, málverka, teikninga eða prents svo dæmi séu tekin. 

Uppbyggingasjóður/Eyþing, Fjallabyggð, Norðurorka, Menningarsjóður Siglufjarðar og Aðalbakarí styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com