Adverk2

Allar leiðir liggja heim – Aðalheiður Daly Þórhallsdóttir sýnir í Þulu

Allar leiðir liggja heim – Aðalheiður Daly Þórhallsdóttir

opnun: Laugardaginn 19. september frá 14-18.

Sýning stendur yfir 19. september – 11. október

Um listamanninn: 

Aðalheiður Daly Þórhallsdóttir myndlistarkona er fædd árið 1992. Hún útskrifaðist úr Ontario College of Art and Design í Toronto, Kanada með BA gráðu í myndlist árið 2018. Málverk Aðalheiðar hafa verið á sýningum bæði í Evrópu og Norður-Ameríku og eru verk hennar í einkaeigu víðsvegar. Árið 2018 var Aðalheiður valin til þess að sýna verk sín í Kaupmannahöfn í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands, ásamt fleiri íslenskum myndlistarmönnum. Aðalheiður býr nú og starfar í Berlín.

Aðalheiður Daly Þórhallsdóttir

Um sýninguna:

“Heimilið er griðarstaðurinn – hreiðrið okkar og þangað sækjum við ró og frið frá umheiminum. En hvernig byggir maður sér nýtt hreiður og samastað? Hvernig lærir maður að koma sér fyrir á nýjum stað, að tilheyra – að vera heima á nýjum stað? Hvernig verður gamalt heimili annarra, sem hafa sett svip sinn á heimilið, að þínu? Hvernig skyldu fyrirferða litlu bollarnir sem þú hefur flutt með þér land úr landi, njóta sín í þessum skáp? Muntu ef til vill, áður en langt um líður, pakka þeim niður aftur – og þeir fluttir á enn annan stað? Skreytir þú nýja hreiðrið með sömu blómum og þú hefur alltaf gert eða passar það ekki? Fara litríku túlipanarnir ekki nýja hreiðrinu? Er kannski er kominn tími rósa?

Heimili okkar er eins og hleðslustaur rafmagnsbílsins – þangað sækjum við orkuna; í jafnvægið, næðið og rónna eftir amstur dagsins og hlöðum okkur fyrir nýjan dag. Í gegnum málverkin mín túlka ég samband mitt við umheiminn, heimilið og friðinn sem ég sæki í hreiðrið mitt. Ég býð ykkur velkomin í bæinn!”

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com