DSC 0797

´Aldrei aftur eða er of seint að skipta um skoðun? / Never again or is it too late to change my mind?´

Tveir hrafnar – kynna með miklu stolti – opnun á sýningu Heimis Björgúlfssonar; ´Aldrei aftur eða er of seint að skipta um skoðun?´ á Baldursgötunni, föstudaginn 11. maí á milli klukkan 17 & 19. Velkomin!
III
Tveir hrafnar / Art Gallery – is very proud to present – Heimir Björgúlfsson´s solo exhibition; ´Never again or is it too late to change my mind?´ at Baldursgata, Friday May 11, between 5pm & 7pm. Welcome!

´Aldrei aftur eða er of seint að skipta um skoðun? / Never again or is it too late to change my mind?´
11. maí – 9. júní / May 11 – June 9 2018

Heimir Björgúlfsson er fæddur 1975 í Reykjavík en býr nú og starfar í Los Angeles.
Hann menntaðist í myndlist í Hollandi, öðlaðist BFA gráðu frá Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam 2001 og MFA gráðu frá Sandberg Institute, einnig í Amsterdam, árið 2003.

Heimir hefur haldið og tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga og eru verk hans í einka, fyrirtækja og opinberri eigu víða um heim. Hann hefur verið tilnefndur til verðlauna og þar á meðal má nefna hin virtu Carnegie Art Award verðlaun árið 2012.

Í verkum sínum varpar Heimir fram spurningum er tengjast manninum og umhverfi hans. Hann lætur það manngerða mæta náttúrunni – hver eru mörkin á milli manns og náttúru – og spyr um afstöðu okkar til umhverfisins. Jafnvægi við aðrar lífverur. Hvert er samband okkar við náttúruna og umhverfið séð frá því hver við erum, hvaðan við komum, út frá sérkennum okkar og karakter. Draumar, þráhyggja, hugsjónir og kröfur. Hvenær erum við komin í stöðu sem ekki er hægt að breyta? Sjálfheldu. Eiginlega allt er hlutlægt og skynjun okkar, skilningur og bakgrunnur litar alla okkar afstöðu – þessi þunna lína á milli venjulegs og óvenjulegs – hver er hún og fyrir hverjum er hún hvað. Hversu manneskjan er lítil gagnvart umheiminum en hefur hæfileika til að halda áfram hvernig sem á móti blæs. Löngun í sjálfstæði, vitandi að við erum öll háð aðgerðum annarra. Harka af sér, samskipti, andstæður og einsemd. Hvernig sjáum við okkur sjálf í umhverfinu tengt aldri – hvað viljum við – hvers væntum við?

Það hafði mjög mótandi áhrif á Heimi að læra í Hollandi þar sem að nánast hver fermetri er skipulagður af mönnum andstætt uppeldislandinu Íslandi og víðáttum þess. Allt mætist þetta svo í Los Angeles þar sem menningin er flókin og umhverfið fjölbreytt – hvort sem það er manngert eða náttúrulegt – og myndar grunninn að hugmyndafræðinni sem að myndlist hans byggir á.

Þannig varpar listamaðurinn fram spurningum, án þess að leita lausna, í gegnum verk sín og notar til þess mismunandi miðla; málverk, ljósmyndaklippimyndir, skúlptúra og innsetningarlist.

III

Heimir Björgúlfsson was born 1975 in Iceland and now lives and works in Los Angeles.
He gratuated with BFA degree from Gerrit Rietveld Academy, 2001 and MFA degree from Sandberg Institute, 2003 – both in Amsterdam, Netherlands.

Heimir has held and participated in a number of private and group exhibitions, and his works are in private, corporate and public collections around the world. He has been nominated for awards, including the prestigious Carnegie Art Award, 2012.

´My work raises questions about our relationship with our environment. I am interested in mankind´s clashes with nature, however subtle or absurd they may be, and how our visions and experiences of the natural and the manmade are shaped by our cultural identities and personal characteristics. I am interested in such human circumstances and situations both subjectively and historically. I seek out the awkward within them, where the possibility of a coincidental narrative can take shape. I am not after a solution, solely the questions raised.´

Moving from Iceland to the Netherlands affected Heimir a lot as an artist. Coming from a country, which is largely untouched by man and has these vast natural areas vs. country who are mostly manmade. All of this then comes together in Los Angeles in complicated multilayered structure – whether it is natural or manmade. Heimir devotes himself to painting, photography, collage, sculpture and installation art.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com