ÚTkall

Ákall: Vatnshelda Galleríið

Ákall fyrir Opnunarhátíð Vatnshelda Gallerísins:

Vatnshelda Galleríið kallar eftir tillögum að sýningu fyrir Opnunarhátið Vatnshelda Gallerísins sem stendur yfir dagana 7 – 11. maí með nýrri opnun á hverjum degi. Hver sem er getur sótt um.

Sækið um!

Vatnshelda Galleríið er splunkunýtt gallerí sem stendur út úr glugga Listaháskóla íslands á Laugarnesvegi 91. Gengið er inn í galleríið sunnan við byggingu Myndlistardeildar Listaháskólans.

Húsnæði gallerísins er byggt upp af grind úr timbri en er að mestu leyti úr gleri sem gerir galleríið að bjartasta galleríi landsins!

Mál:
Hæð: 264 cm

Breidd: 110 cm
Lengd: 274

Tillögurnar þurfa að vera vatnsheldar vegna þess að Vatnshelda Galleríið er það því miður ekki. Umsóknarfrestur er til 4. Maí.
Hlökkum til að heyra frá ykkur!

Kveðja,
Tara Njála og Silfrún Una
vatnsheldagalleriid@gmail.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com