
Akademía skynjunarinnar auglýsir eftir snæfellingum
Kæru myndlistarmenn!
Fyrirhuguð er sýningin Nr. 3 Umhverfing á Snæfellsnesi næsta sumar 2019.
Áður hefur Akademía skynjunarinnar staðið fyrir sýningunum Nr 1. Umhverfing á Sauðárkróki, 2017 og Nr 2 Umhverfing á Egilsstöðum, 2018.
Þeir sem eiga ættir að rekja til Snæfellsness eða búa þar í dag og hafa áhuga á þátttöku í sýningunni, látið vita með tölvupósti merkt Nr 3 umhverfing fyrir 15. nóvember 2018 á netfangið: academyofthesenses@gmail.com
Með kveðju,
Akademía skynjunarinnar