Image002

Áhrif ljósmynda í nútímasamfélagi | Hádegiserindi í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Áhrif ljósmynda í nútímasamfélagi er yfirskrift erindis sem Æsa Sigurjónsdóttir dósent í listfræði við Háskóla Íslands heldur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur föstudaginn 16. nóvember kl. 12:10.

Yfirstandandi sýning Ljósmyndasafnsins Fjölskyldumyndir leiðir hugann að ljósmyndun sem miðli er flöktir áreynslulaust úr einu rými yfir í annað; frá heimilinu og atvinnulífinu, yfir á síður dagblaðanna, inn í sýningarsalina og öngstræti veraldarvefsins. Oft er talað um virkni ljósmynda og er þá átt við allt í senn: vaxandi notkun, kraft einstakra mynda, ástundunina, og dreifingu mynda í margþættu stafrænu samhengi. Í erindinu verða þessar sjónhverfingar myndanna ræddar í ljósi áðurnefndrar sýningar Fjölskyldumyndir – sem er sýning á ljósmyndum Guðbjarts Ásgeirssonar og Herdísar Guðmundsdóttur og afkomenda þeirra.

Ari Magg ljósmyndari mun taka þátt í samtali eftir erindið sem fulltrúi fjölskyldunnar.

Aðgangur að safninu er ókeypis á meðan á hádegiserindi stendur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com