95×154

Áhrif Finns Juhl á íslenska húsgagnahönnun: Harpa Þórsdóttir leiðir gesti um sýninguna „Samspil – Sigurjón Ólafsson & Finn Juhl“

Samspil Sigurjóns Ólafssonar og Finn Juhl

Samspil Sigurjóns Ólafssonar og Finn Juhl

Áhrif Finns Juhl á íslenska húsgagnahönnun

SAMSPIL – SIGURJÓN  ÓLAFSSON &  FINN JUHL
Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar

í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi

 

Sunnudaginn 6. september kl. 15:00  leiðir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, gesti um sýninguna Samspil – Sigurjón Ólafsson & Finn Juhl í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

Í leiðsögn sinni mun Harpa Þórsdóttir skoða hvernig húsgögn Finns Juhl höfðu áhrif á íslenska húsgagnahönnun. Hún mun draga fram helstu einkenni í húsgögnum hans og bera saman við verk nokkurra íslenskra hönnuða þess tíma.

Frumleg hönnun Finns Juhl skapar honum mikla sérstöðu í vestrænni hönnunarsögu á 20. öld en þegar fyrstu húsgögn hans voru kynnt í upphafi fimmta áratugar síðustu aldar í Kaupmannahöfn, lýsti einn gagnrýnandinn þeim sem ,,syfjulegum rostungum“. Húsgögn Juhl slógu í takt við listræna strauma sem þá voru ríkjandi innan módernismans hjá hópi myndhöggvara í Evrópu. Þetta voru listamenn af sömu kynslóð og Finn og er nærtækast að vísa til verka Sigurjóns Ólafssonar, en Finn Juhl valdi ákveðin verk eftir Sigurjón þegar hann kynnti Pelikanstólinn sinn árið 1940 og sófann Poeten, 1941. Þar að auki átti hann nokkrar höggmyndir eftir Sigurjón, sem einnig eru á sýningunni á Laugarnesi.

Sýningin hefur verið framlengd til 20. september næstkomandi og er frá 1. september opin um helgar milli klukkan 14 og 17. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com