Studiosol

& Again It Descends to the Earth – Listamannaspjall 30.mars kl.14-16 í Studio Sól

Kathy Clark gefur fram listamannaspjall um verkin sín og sýninguna hennar & Again It Descends To The Earth 30 mars frá 14-16. & Again It Descends To The Earth endurskoðar hina heilögu tengingu við kvenformið og tilveru okkar í kosmósinum.

Með skúlptúrum, vaxmálverkum, hljóðlist og innsetningum skoðar Kathy Clark hið óútskýranlega og vekur upp hugmyndir byggðar á ævafornum ímyndum frumbyggja og fornra trúarbragða. Þannig tengir hún kvenlíkamann við innra og ytra landslag fornra tíma, kvengyðjur Clark minna á kraft náttúrunnar og ævaforn ritual og  hulin innsæi sem fá að líta dagsins ljós í nútíma umhverfi.

Kathy Clark býr til undirheim og undraveröld þar sem hún túlkar kvenformið og kraftana sem í því liggja. Tilvísanir hennar vitna í fornar þjóðsagnir og trúarbrögð sem fjalla um sólstöður og hringrás jarðar, og tengingu mannsins við æðri öfl og kerfi innan náttúrunnar.

Hún minnir okkur á tengingu okkar við umhverfið og náttúruna, og skilur við áhorfandann á stað sem er í senn draumur og veruleiki.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com