Ekkisens Afmæli

Afmælissýning Ekkisens

Næstkomandi sunnudag 28. október opnar Ekkisens sýningarrými á Bergstaðastræti 25B afmælissýningu í tilefni af fjögurra ára starfsemi rýmisins. Til sýnis verða verk eftir stofnanda og stýru Ekkisens, Freyju Eilífu sem sjálf mun fagna 32 ára afmæli sínu með opnunarhófinu.

Afmælissýningin verður opin 15:00 – 18:00 á sunnudeginum og eftir samkomulagi til 1. nóvember. Romm og ýmislegt góðgæti verður í boði á opnun!

Fjögur ár telst hár starfsaldur á listamannareknu rými í Reykjavík og því telur Ekkisens tilefni til að fagna hverju starfsári sem líður!

Á fjögurra ára ferli Ekkisens hefur rýmið haldið utan um yfir 60 sýningar og viðburði, verið tilnefnt til Menningarverðlauna DV fyrir og verið útnefnt sem eitt af bestu galleríum Reykjavíkur af bæði Reykjavík Grapevine og The Culture Trip.

Ekkisens hefur einnig lagt áherslu á alþjóðlega starfsemi og staðið fyrir samsýningum íslenskra listamanna í Berlín, Noregi, Svíþjóð, Eistlandi, Bretlandi og nú næst Bandaríkjunum, en næsta Ekkisensverkefni mun eiga sér stað í Los Angeles, þar sem Freyja sýningarstýrir samsýningu í Durden and Ray gallerí í nafni Ekkisens. Þar mun hún sýna verk ásamt Katrínu Mogensen, Kristínu Morthens og Söru Björg og fimm bandarískum listamönnum úr kollektífi Durden and Ray á samsýningunni Synthetic Shorelines sem stendur uppi allan nóvembermánuð í Durden and Ray.

Meirihluti verkanna á afmælissýningunni í Ekkisens verða til sölu til fjármögnunar því ferðalagi, þar sem listakonurnar munu allar dvelja í Bandaríkjunum af tilefni sýningaropnunarinnar.

Verið hjartanlega velkomin og gleðilegan mánuð myndlistar!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com