Sölvi

Áður óþekktar myndir Sölva frá Danmörku Afhending í dag kl. 15.00 á Kjarvalsstöðum

Átján áður óþekkt verk eftir listamanninn Sölva Helgason koma fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn á sýningu á verkum Sölva sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum 25. maí næstkomandi.

Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, afhendir verkin á Kjarvalsstöðum kl. 15.00 í dag.

Verkin hafa verið varðveitt í Kaupmannahöfn í yfir 100 ár, en Ingrid Nielsen, eigandi verkanna, hefur ákveðið að gefa þau íslensku þjóðinni. Amma hennar og nafna, sem var á Íslandi um tíma, kom með verkin til Danmerkur árið 1912.

Harpa Björnsdóttir, myndlistamaður og sýningarstjóri sýningarinnar, segir verkin ómetanlegan íslenskan menningararf sem nú er loksins kominn heim.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com