
Aðalsteinn Þórsson opnar sýninguna Einkasafnið í Mjólkurbúðinni
Föstudaginn 18. Október kl. 20.00 opnar myndlistamaðurin Aðalsteinn Þórsson sýningu á verki sýnu Einkasafninu í Mjólkurbúðinni á Akureyri
Sýninguna nefnir hann Munir úr safninu, október 2019. Um er að ræða innsetningu sem gerð er af munum úr Einkasafninu, fundnum hlutum og ljósmyndaverki. Sýningin er fyrsta sýningin á verkum úr Einkasafninu síðan Aðalsteinn sýndi það í Listasafninu á Akureyri 2017.
“Einkasafnið” er verkefni sem Aðalsteinn byrjaði að vinna að árið 2001. Í þessu verki gengur hann út frá því að afgangar neyslu sinnar séu menningar verðmæti á sama hátt og afgangar hugans hið skapandi verk. Þannig inniheldur Einkasafnið bæði andlegan og efnislegan afgang/sköpun lífs Aðalsteins.
Vorið 2017 byrjaði listamaðurinn að byggja Miðstöð Einkasafnsins, í landi Kristness í Eyjafirði. Fyrsti áfangin var opnaður 23. Júní 2018. Miðstöðin er lifandi vettvangur sem fjallar um og sýnir stærð einstaklingsins í umhverfinu.
Aðalsteinn hefur starfað sem myndlistamaður síðan um miðjan 10. áratuginn hann lauk mastersnámi í frjálsri myndlist 1998 frá The Dutch Artinstitute, áður AKI2 í Hollandi. Hann hefur sýnt víða og tekið þátt í mörgum viðburðum og hátíðum í gegn um tíðina.
Sýningin er stendur til 27. Október og er opin föstudag til sunnudags, frá kl. 14 – 17.
