Aðalheiður

Aðalheiður Valgeirsdóttir sýnir í Listamenn gallerí

Föstudaginn 12. júní kl. 17:00 opnar sýning á verkum Aðalheiðar Valgeirsdóttur í Listamönnum gallerí. Á sýningunni sem nefnist Tilvísanir eru ný olíumálverk sem hafa vísun í náttúru landsins.

Sýningin stendur til 28. júní og er opin virka daga kl. 9-18 og 12-16 um helgar.

Í sýningarskrá segir Aldís Arnardóttir m.a.

„ Allt frá því Aðalheiður Valgeirsdóttir útskrifaðist úr Grafíkdeild MHÍ árið 1982 hefur myndheimur hennar hverfst um náttúruna eða tilvísun í hana í einni eða annari mynd. Nálgunin hefur tekið breytingum í áranna rás en höfundareinkennin eru alltaf til staðar, tilbrigði við heim sem byggir á samspili manns við umhverfi sitt og tengslum hans við náttúruna, birtubrigði og veðráttu. Á sýningunni Tilvísanir vísar hún með nýjum olíumálverkum í hverful augnablik náttúrunnar á mismunandi árstímum. Náttúran tekur stundum á sig órætt form sem rambar á mörkum hins raunverulega og hins huglæga. Það er brunnurinn sem Aðalheiður sækir í og verk hennar liggja einnig á þessum mörkum, eru óræð en hafa um leið yfirbragð hins kunnuglega.“

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com